Skip to content

Listsköpun og samvinna: Leiðir að virkni og velferð

14. mars, 2022

ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir Fjallað verður m.a. um nýja námsbraut í opinni útsendingu á netinu 16. mars kl. 12:00. Aðgangur að viðburðinum er frír og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn. Linkur á upplýsingar á vef ReyjkavíkurAkademínnar sem stendur fyrir viðburðaröðinni. Listaháskóli Íslands lauk sumarið 2021 Erasmus+ verkefninu SWAIP (e. Social inclusion and Well-being…

Nánar

Námskeið – Minnissmiðja

14. mars, 2022

Langar þig að vinna með og lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í…

Nánar

Námskeið – Inngangur að listmeðferð

14. mars, 2022
Course photo

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun? Fyrir hverja er námskeiðið? Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð, þar með töldum einstaklingum sem…

Nánar

Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla

14. október, 2021

Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug…

Nánar

Námskeið – Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum

29. september, 2021

Námskeið – Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum Námskeið haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021. Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum alls staðar frá í heiminum. Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas…

Nánar

Myndlistarsýning og vinnustofa um Minni

10. janúar, 2021

Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason). Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl. 14.00-17.00. Öll hjartanlega velkomin. Á sýningunni er fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið…

Nánar

Fjarfyrirlestrar um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga

10. janúar, 2020
Free Webinar

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fjarfyrirlestrana „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu”. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine. Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar…

Nánar

Fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga

15. desember, 2019
ReykjavíkurAkademían

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn: „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine. Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar…

Nánar

AATA ráðstefna – 31. október 2019

13. nóvember, 2019

Unnur flutti fyrirlestur um minnisteikningu fyrir fullum sal af fólki á ráðstefnu Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku á hálfrar aldar afmæli félagsins. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsókn mína sem sýndi hversu árangursrík teikning er til að auka minni og vinna úr tilfinningum. Ánægjulegt var að hitta svo marga listmeðferðarfræðinga víðsvegar að úr heiminum, kynna mér listmeðferðarstörf þeirra…

Nánar

Fyrirlestur á The American Art Therapy Association 50th Annual Conference í Kansas City, MO. 30. okt – 3. nóv 2019

3. júlí, 2019

Celebrating 50 Years of Healing Through Art  30. október til 3. nóvember 2019 í Kansas City Marriott Downtown.  Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing Quantitative and qualitative research on ‘Memory Drawing’ (Ottarsdottir, 2018; in press) which was conducted in the year 1999-2000 (Ottarsdottir, 2005) will be reviewed in the presentation.    Research about…

Nánar