Listmeðferð Unnar

Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig teikningar auðvelda minni. Tekið er dæmi úr eigindlegri tilfellarannsókn sem sýnir hvernig mögulegt er að nýta minnisteikningar samhliða í meðferð og námi. Fjallað er um megindlega rannsókn sem sýndi að börn mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þau höfðu teiknað heldur en orð sem þau höfðu skrifað níu vikum áður. Áheyrendum gefst tækifæri til að taka þátt í einfaldri teikni- og skrifæfingu sem gefur innsýn í mismunandi minnisaðferðir og hvernig þær virka fyrir einstaklinginn. Eins gefur æfingin mynd af því hvernig rannsóknin var framkvæmd og hvernig hægt er að nýta teikningar til að efla minni.

Í fyrirlestrinum eru minnisteikningar settar í samhengi við kenningar listmeðferðar, sálfræði, kennslu og kennslusálfræðimeðferðar. Fjallað er um hvernig viðkvæmar og flóknar tilfinningar geta komið upp á yfirborðið við minnisteikninguna og hvernig mögulegt er að vinna úr þeim í gegnum myndsköpunarferlið. Gerð er grein fyrir mikilvægi aðferða og kenninga listmeðferðar, meðal annars varðandi tilfinningalegan stuðning fyrir þann sem gerir minnisteikningu.

Ummæli

„Ég kunni mjög vel að meta aðalfyrirlestur þinn á Norrænu listmeðferðarráðstefnunni og tel að minnisteiknunarrannsóknin sem þú vinnur að sé afar áhugaverð og mikilvæg. Þegar ég kom heim las ég greinina þína í Tímariti félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA Journal).”

Lisa D. Hinz, PhD, ATR-BC stjórnarmaður í siðarnefnd Félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA).

Ummæli þátttakenda á fyrirlestri Félags Listmeðferðarfræðinga í Ameríku 2019:

Fyrirlestur áður fluttur

2019 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Félags Listmeðferðarfæðinga í Ameríku. Celebrating 50 Years of Healing Through Art. Kansas City, MO.

2019 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Fyrirlestur fluttur á alþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir í listmeðferð (The International Practice/Research Conference) í Queen Mary’s University, London.

2018 Research on Processing Emotions through Memory Drawing. Opinn fyrirlestur fluttur í Goldsmiths-háskóla, London.

2018 Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu. Fjórir opnir fyrirlestrar fluttir í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Reykjavík.

2018 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Aðalfyrirlesari. Fyrirlestur fluttur á norrænni ráðstefnu um listmeðferðir. Margbreytileiki innan skapandi listameðferða. Hótel Örk: Hveragerði.

Minni með myndum

Sjónsköpun hefur verið nýtt sem minnistækni frá því á tímum Forn-Grikkja. Tiltölulega nýlega var farið að nýta teikningar til að efla minni, til dæmis í tengslum við gerð hugkorta. Árið 2000 gerði Unnur Óttarsdóttir rannsókn sem sýndi að teikningar auðvelda minni til langs tíma.

Í erindinu er fjallað um minni með myndum í tengslum við ýmsar kenningar, rannsóknir og aðferðir. Skoðaðar eru hugsanlegar ástæður fyrir því að auðveldara er að muna myndir en orð, meðal annars út frá kenningum listmeðferðar. Einnig er fjallað um siðferðislegar spurningar út frá sjónarhorni listmeðferðar í tengslum við minnisteikningar fyrir börn sem eiga um sárt að binda.

Fyrirlestur áður fluttur

2017  Minni með myndum. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um minni: Hugarflug, Reykjavík.

Ummæli

„Þakka þér fyrir áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur.“

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram