Listmeðferð Unnar
Námskeið - Minnissmiðja

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu áfram og skapa nýjar eftirminnilegar minningar í núinu.

Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í gegnum listsköpun, skrif, munnlega tjáningu og samtal. Tækifæri gefst til að vinna með tilfinningar tengdum liðnum atvikum.  Umfjöllun um minningar liðins tíma getur aukið sátt við fortíðina.

Mögulegt er að vinna með tilfinningar tengdum gleymdum atvikum og í sumum tilfellum getur það  hjálpað við að muna. Þegar hlustað er á aðra segja frá minningum þá getur rifjast upp eigin reynsla.

Óunnar og ótengdar tilfinningar og minningar geta valdið því að einstaklingurinn endurskapar líf sitt á óæskilegan hátt í takt við atburði og minningar sem heyra fortíðinni til. Með því að komast í snertingu við og vinna úr tilfinningum og minningum gefst tækifæri til að skapa líf sem byggist á eigin vilja en ekki endurtekningum fortíðarinnar. Á námskeiðinu verða rifjaðar upp og unnið með góðar og slæmar minningar og allt þar á milli sem getur aukið vellíðan, styrk og sátt við lífshlaupið.

Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um minnið og minningar.

Námskeiðið fer fram á miðvikudögum kl 19.00 - 22.00 dagana 2., 9., 16., 23., og 30. nóvember og 7. desember í Listmeðferð Unnar, Síðumúla 34, 3. hæð.

Námskeiðisgjald er: kr. 69.000.-

Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning

Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í
listmeðferð alls staðar frá í heiminum.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í listmeðferð.

Tímasetningar:

11. nóvember kl 11.00 - 14.00
25. nóvember kl 11.00 - 14.00
9. desember kl 11.00 - 14.00
6. janúar kl 11.00 - 14.00
20. janúar kl 11.00 - 14.00
3. febrúar kl 11.00 - 14.00

Listmeðferð og minnisteikning

Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð.

Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að minnisteikning hjálpar til við að muna til lengri tíma, auk eigindlegrar tilviksrannsóknar sem sýnir hvernig minnisteikning getur í senn auðveldað nám og úrvinnslu tilfinninga. Fylgja þarf ákveðnum reglum við beitingu minnisteikninga og veittar eru ráðleggingar fyrir fagfólk sem starfar innan menntastofnana, þar á meðal listmeðferðarfræðinga sem starfa í námsumhverfi, þar sem meðferð og nám er samþætt í slíkri minnisteikningu.

Í gegnum listsköpun, að deila með öðrum, samræður og fyrirlestra öðlast þátttakendur þekkingu á grunnatriðum aðferða við og kenninga um minnisteikningu. Slík teikning auðveldar einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem tengjast námi þeirra. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir vann sýndi að þegar horft er til lengri tíma er að jafnaði fimmfalt auðveldara að muna teiknaðar myndir af orðum en skrifuð orð. Auk þess að hjálpa til við að muna auðveldar minnisteikning úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar lífsreynslu á svipaðan hátt og listsköpun gerir í listmeðferð, og þetta verður útskýrt á námskeiðinu.

Námskeið haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021. Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð all staðar frá í heiminum.

Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.

Námslistmeðferð og skrifmyndir

Vinnusmiðjan er framhald af Grunnfyrirlestri II: Námslistmeðferð og skrifmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum í listmeðferð eða á Grunnfyrirlestrum I og II: Hvað er námslistmeðferð? og Námslistmeðferð og skrifmyndir.

Í rannsóknarverkefninu um námslistmeðferð sem kynnt er á þessu námskeiði er námsefni fellt inn í listmeðferð með það að markmiði að stuðla að tilfinningalegri vellíðan og auðvelda nám. Kynntar eru kenningar varðandi „skrifmyndir“ sem komu fram í rannsókninni. Hugtakið „skrifmyndir“ er notað um teiknaðar myndir af bókstöfum og tölustöfum, sem eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar.

Á tilteknu þroskastigi teikna mörg börn stafaform áður en þau þróa með sér þekkingu á hljóðfræði og táknum sem mynda stafrófið. Þetta tímabil er kallað „skrifmyndastigið“. Á námskeiðinu eru kynntar leiðir til að vinna með „skrifmyndir“ með það að markmiði að endurheimta, styrkja og varðveita þann lærdómsgrunn sem lagður var á skrifmyndastiginu. Um leið er fylgst með tjáningu tilfinninga gegnum listsköpun út frá sjónarhóli listmeðferðar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að taka eftir skrifmyndum barna. Einnig er fjallað um hagnýta þætti skrifmynda með tilliti til meðferðar og náms.

Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem aðferðin býður upp á.

Listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í þætti listmeðferðar sem ætluð er fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um dæmi úr listmeðferð sem lýsir því hvernig sköpun innan meðferðarsambands í listmeðferð getur hjálpað fólki að öðlast styrk, lífsgleði og von þrátt fyrir erfitt áfall. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir.

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í eftirfarandi þætti listmeðferðar fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum.

Myndsköpun

Frá sjónarhorni listmeðferðar er almennt talið að listsköpun geti komið að góðum notum þegar unnið er úr minningum og tilfinningum sem tengjast áföllum. Myndsköpun án orða er vídd sem gerir skjólstæðingnum kleift að tjá sig um flóknar og erfiðar tilfinningar og reynslu sem orð ná oft ekki yfir. Myndverkið getur veitt öruggt rými til að vinna með tilfinningar sem tengjast áfallinu. Viðráðanleg fjarlægð skapast í gegnum táknmál myndverkanna. Sköpunin getur gefið von í stað vonleysis sem oft fylgir í kjölfar áfalla.

Meðferðarsambandið

Meðferðarsambandið er mikilvægur hluti af öruggu meðferðarrými þar sem veitt er hlustun og skilningur. Listsköpunin sem fer fram innan meðferðarsambandsins er kærkomin nálgun þar sem mögulegt er að skoða vandann úr viðráðanlegri fjarlægð.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu er fjallað um ofangreinda þætti, meðal annars í tengslum við dæmi úr listmeðferð sem lýsir því hvernig sköpun innan meðferðarsambands í listmeðferð getur hjálpað fólki að öðlast styrk, lífsgleði og von þrátt fyrir erfitt áfall. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir.

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Listmeðferð í námi

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í námi í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu og námsgetu, styrkja sjálfsmynd, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Kynntar eru hugmyndir, kenningar og aðferðir til að nýta listmeðferð í tengslum við nám.

Fjallað er um hugtakið „skrifmyndir“ sem felur í sér teiknaðar myndir af bók- og tölustöfum. Einnig er hugtakið „skrifmyndastig“ kynnt en það er tímabil þegar börn gera tilraunir með að teikna skrifmyndir. Kynntar eru kenningar og aðferðir til að vinna með skrifmyndir með það að markmiði að endurheimta og styrkja þann námsgrunn sem felst í skrifmyndaörvuninni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, svo sem einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga eða nemenda sinna, með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda skjólstæðingum og nemendum nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á listmeðferð, svo sem að hafa lokið námskeiðinu Listmeðferð í námi I.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is eða við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands til að fá frekari upplýsingar.

Listmeðferð í skólum

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar. Kynntir verða möguleikar á að nýta listmeðferð í skólum. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, til dæmis einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga og/eða nemenda sinna með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á unnur@unnurarttherapy.is eða við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands til að fá frekari upplýsingar.

Grunnhugtök aðferðir og kenningar listmeðferðar

Námskeiðið byggir á og dýpkar þá þekkingu sem miðlað er á Grunnnámskeiði I – Hvað er listmeðferð? Á námskeiðinu er gefin innsýn í aðdraganda, áhrifaþætti, uppruna og sögu listmeðferðar. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, lestri, verkefnavinnu, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur upplifa persónulegt sköpunarferli og þá möguleika sem það veitir í tengslum við hugtök og kenningar listmeðferðar. Hvorki er gerð krafa um þekkingu á myndlist né reynslu af listsköpun.

Kynntir verða til sögunnar frumkvöðlar listmeðferðar, meðal annars Margaret Naumburg og Adrian Hill. Fjallað verður um þær grunnnálganir, aðferðir og kenningar sem listmeðferð byggir á. Einnig verður gert grein fyrir þeim þáttum sem móta nútíma listmeðferð.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, svo sem einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni og skjólstæðinga og/eða nemenda sinna með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á listmeðferð, svo sem að hafa lokið Grunnnámskeiði I – Hvað er listmeðferð?

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í Símenntun Háskólans á Akureyri. Einnig er boðið uppá fjarnámskeið í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netföngin unnur@unnurarttherapy.is eða simenntunha@simenntunha.is til að fá frekari upplýsingar.

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Viltu skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun? Langar þig að auka skilning þinn og þekkingu á myndmáli?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð, þar með töldum einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir að öðlast aukinn skilning á listsköpun með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska skjólstæðinga og/eða nemenda sinna.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, verkefnavinnu, umræður og vinnustofu þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Markmið námskeiðsins er að:

Tímasetningar

Fös. 29. september 16:00-19:00
Lau. 30. september 11:00-16:00
Fös. 13. október 16:00-19:00
Lau. 14. október 11:00-16:00

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar

Ummæli

Ásta Þórisdóttir, grunnskóla- og myndmenntakennari, lauk Grunnnámskeið I – Hvað er listmeðferð? fyrir 16 árum. Hún segir:

„Þekkingin frá námskeiðinu hefur nýst mér vel í gegnum tíðina í vinnu minni með börnum og unglingum og gerir enn. Ég lærði að skilja að það væri undirliggjandi mikilvæg tjáning í myndverkum barnanna og unglinganna sem ég vinn með. Fræðslan og reynslan af námskeiðinu hefur nýst mér vel til að skilja alls konar merkja- og táknmál í myndverkum.

Skilningurinn á myndverkunum hefur í sumum tilfellum opnað umræðu sem ég hef getað miðlað til annars fagfólks. Ég hef til dæmis getað miðlað því sem börnin hafa tjáð í myndunum á teymisfundum með öðru fagfólki.

Stundum eru skýr skilaboð í myndum barnanna. Myndlistarkennari og aðrir starfsmenn eru í kjöraðstæðum til að öðlast skilning á aðstæðum og líðan einstaklinganna í gegnum myndverkin. Mér fyndist æskilegt að námskeiðið væri hluti af kennaranámi. Ég væri fyrsta manneskjan til að fara á framhaldsnámskeið í listmeðferð.“

Sonný Hilma Þorbjörnsdóttir, kennari og myndlistarmaður

„Það sem þú komst með til okkar sem á námskeiðinu voru var tækifæri til að stoppa, skoða, yfirfara og endurhugsa. Nærvera þín veitti okkur frelsi til að vera, akkúrat þarna á þeirri stundu bara vera, sem aðeins virðing gagnvart manneskjunni og trú á möguleika hennar getur veitt. Þú gafst okkur umgjörð og við féllum held ég allar inn í hana án ótta við að verða dæmdar. Það sem við lærðum um listmeðferð og innsýn inn í þann heim er ómetanlegt fyrir mig. Að veita fólki sem er tilbúið að sjá lykla að þeirri veröld stækkar möguleika okkar til að vinna úr og veita stuðning fyrir okkur sjálf og aðra. Þú ert frábær kennari, Unnur, og vonandi fæ ég tækifæri til að hitta þig aftur bráðum og upplifa og læra meira og meira og meira.“

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram