Listmeðferð Unnar
Listmeðferð í námi

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í námi í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu og námsgetu, styrkja sjálfsmynd, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Kynntar eru hugmyndir, kenningar og aðferðir til að nýta listmeðferð í tengslum við nám.

Fjallað er um hugtakið „skrifmyndir“ sem felur í sér teiknaðar myndir af bók- og tölustöfum. Einnig er hugtakið „skrifmyndastig“ kynnt en það er tímabil þegar börn gera tilraunir með að teikna skrifmyndir. Kynntar eru kenningar og aðferðir til að vinna með skrifmyndir með það að markmiði að endurheimta og styrkja þann námsgrunn sem felst í skrifmyndaörvuninni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, svo sem einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga eða nemenda sinna, með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda skjólstæðingum og nemendum nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á listmeðferð, svo sem að hafa lokið námskeiðinu Listmeðferð í námi I.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is eða við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands til að fá frekari upplýsingar.

Listmeðferð í skólum

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar. Kynntir verða möguleikar á að nýta listmeðferð í skólum. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, til dæmis einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga og/eða nemenda sinna með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á unnur@unnurarttherapy.is eða við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands til að fá frekari upplýsingar.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram