Listmeðferð Unnar

Listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

Listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í þætti listmeðferðar sem ætluð er fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um dæmi úr listmeðferð sem lýsir því hvernig sköpun innan meðferðarsambands í listmeðferð getur hjálpað fólki að öðlast styrk, lífsgleði og von þrátt fyrir erfitt áfall. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir.

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í eftirfarandi þætti listmeðferðar fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum.

Myndsköpun

Frá sjónarhorni listmeðferðar er almennt talið að listsköpun geti komið að góðum notum þegar unnið er úr minningum og tilfinningum sem tengjast áföllum. Myndsköpun án orða er vídd sem gerir skjólstæðingnum kleift að tjá sig um flóknar og erfiðar tilfinningar og reynslu sem orð ná oft ekki yfir. Myndverkið getur veitt öruggt rými til að vinna með tilfinningar sem tengjast áfallinu. Viðráðanleg fjarlægð skapast í gegnum táknmál myndverkanna. Sköpunin getur gefið von í stað vonleysis sem oft fylgir í kjölfar áfalla.

Meðferðarsambandið

Meðferðarsambandið er mikilvægur hluti af öruggu meðferðarrými þar sem veitt er hlustun og skilningur. Listsköpunin sem fer fram innan meðferðarsambandsins er kærkomin nálgun þar sem mögulegt er að skoða vandann úr viðráðanlegri fjarlægð.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu er fjallað um ofangreinda þætti, meðal annars í tengslum við dæmi úr listmeðferð sem lýsir því hvernig sköpun innan meðferðarsambands í listmeðferð getur hjálpað fólki að öðlast styrk, lífsgleði og von þrátt fyrir erfitt áfall. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir.

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram