Listmeðferð Unnar

Meðferð persónuupplýsinga

Skilmálar

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Listmeðferðar Unnar til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu.

Skilgreiningar

Seljandi er Listmeðferð Unnar kt. 270862.2179. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem greiðandi á reikning.

Verð og verðbreytingar

Verð eru án VSK þar sem að þjónustan er ekki VSK skyld. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Listmeðferð Unnar sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.

Vöruskilmálar – Bókanir og afbókanir

Í Listmeðferð Unnar er boðið uppá námskeið fyrir einstaklinga/hópa.

Bókanir byggja á fyrstur kemur, fyrstur fær reglunni og fullnaðargreiðsla þarf að liggja fyrir til að tryggja pláss á námskeiðinu.

Afbókanir og breytingar á bókunum þarf ávallt að gera skriflega með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is.

Listmeðferð Unnar áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til Listmeðferðar Unnar á netfangið unnur@unnurarttherapy.is eða í síma 8670277 fyrr en að minnsta kosti viku áður en námskeið hefst. Ef ekki er tilkynnt um forföll fyrr en viku fyrir upphaf námskeiðisins greiðist fullt gjald fyrir námskeiðið.

Eftir að námskeið hefst áskilur Listmeðferð Unnar sér rétt til að endurgreiða ekki námskeiðisgjald ef kaupandi ákveður að hætta á námskeiðinu.

Ef fella þarf niður námskeið í Listmeðferð Unnar af ófyrirsjáanlegum ástæðum eða vegna ónógrar þátttöku, verður haft samband við þá sem hafa skráð sig og þeim boðin inneignarnóta í formi gjafabréfs eða full endurgreiðsla.

Listmeðferð Unnar áskilur sér rétt til að gera eðlilegar og tilfallandi breytingar á einstökum námskeiðum án þess að tilkynna um það sérstaklega.

Öryggi

Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd.

Greiðslumöguleikar

Í netverslun Listmeðferðar Unnar er boðið upp á nokkrar greiðsluleiðir. í boði er að greiða með Mastercard, Maestro, VISA og VISA Electron. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu í tölvupósti þegar greiðsla hefur borist.

Greiðslukort

Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd.

Persónuvernd

Seljandi fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að ljúka viðkomandi viðskiptum. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Námskeiðsskráningar og innsend gögn

Við skráningu á fyrirlestra og námskeið hjá Listmeðferðinni er beðið um upplýsingar til þess að hægt sé að hafa samband við þátttakendur og senda inn reikninga fyrir námskeiðsgjöldum.

Engin samkeyrslu er á innsendum upplýsingum og þeim er aldrei deilt með þriðja aðila.

Öryggi

Öll samskipti við vefþjóna okkar eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS).

Heilsutengdar upplýsingar

Upplýsingarnar á þessari vefsíðu eru einungis ætlaðar til að upplýsa og koma ekki í stað meðferðar.

Fyrirtækjaupplýsingar og staðsetning

Listmeðferð Unnar/ Art Therapy Ottarsdóttir
Síðumúli 34
108 Reykjavík
Sími: +354867 0277
Netfang: unnur@unnurarttherapy.is
Kt. 270862-2179

Lög um varnarþing

Skrifstofa, heimilisfang og varnarþing Listmeðferðar Unnar er í Reykjavík.

Reykjavík, 31 ágúst 2022

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram