Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu
Í fyrirlestrinum eru minnisteikningar settar í samhengi við kenningar listmeðferðar, sálfræði, kennslu og kennslusálfræðimeðferðar. Fjallað er um hvernig viðkvæmar og flóknar tilfinningar geta komið upp á yfirborðið við minnisteikninguna og hvernig mögulegt er að vinna úr þeim í gegnum myndsköpunarferlið. Gerð er grein fyrir mikilvægi aðferða og kenninga listmeðferðar, meðal annars varðandi tilfinningalegan stuðning fyrir þann sem gerir minnisteikningu.
Ummæli
„Ég kunni mjög vel að meta aðalfyrirlestur þinn á Norrænu listmeðferðarráðstefnunni og tel að minnisteiknunarrannsóknin sem þú vinnur að sé afar áhugaverð og mikilvæg. Þegar ég kom heim las ég greinina þína í Tímariti félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA Journal).”
Lisa D. Hinz, PhD, ATR-BC stjórnarmaður í siðarnefnd Félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA).
Ummæli þátttakenda á fyrirlestri Félags Listmeðferðarfræðinga í Ameríku 2019:
- Informative!
- One of the best research presentations that was easy to translate to practice.
- Good to participate in the material.
- This workshop was one of my favorites of the day, the presenter was knowledgeable and her session was extremely though provoking and interesting.
- The exercise we participated in to experience the potential benefits of imagery to enhance memory was intriguing and thought provoking.
- Very interesting research and well presented. The experiential aspect helped to elevate the significance of this study as well as illustrate the double role of art therapy & education.
- Materials from Unnur's session will be helpful to me in my practice. Appreciated her novel approach.
- Great information & examples.
- Extremely interesting loved this presentation. Great job.
Fyrirlestur áður fluttur
2019 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Félags Listmeðferðarfæðinga í Ameríku. Celebrating 50 Years of Healing Through Art. Kansas City, MO.
2019 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Fyrirlestur fluttur á alþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir í listmeðferð (The International Practice/Research Conference) í Queen Mary’s University, London.
2018 Research on Processing Emotions through Memory Drawing. Opinn fyrirlestur fluttur í Goldsmiths-háskóla, London. https://www.gold.ac.uk/calendar/?id=12043
2018 Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu. Fjórir opnir fyrirlestrar fluttir í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Reykjavík.
2018 Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing (Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu). Aðalfyrirlesari. Fyrirlestur fluttur á norrænni ráðstefnu um listmeðferðir. Margbreytileiki innan skapandi listameðferða. Hótel Örk: Hveragerði. https://www.ncatc2018.is/dr-unnur-ottarsdottir