Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningum

Í fyrirlestrinum eru minnisteikningar settar í samhengi við kenningar listmeðferðar, sálfræði, kennslu og kennslusálfræðimeðferðar. Fjallað er um hvernig viðkvæmar og flóknar tilfinningar geta komið upp á yfirborðið við minnisteikninguna og hvernig mögulegt er að vinna úr þeim í gegnum myndsköpunarferlið. Gerð er grein fyrir mikilvægi aðferða og kenninga listmeðferðar, meðal annars varðandi tilfinningalegan stuðning fyrir þann sem skapar minnisteikningar.

Ummæli

„Ég kunni mjög vel að meta aðalfyrirlestur þinn á Norrænu listmeðferðarráðstefnunni og tel að minnisteiknunarrannsóknin sem þú vinnur að sé afar áhugverð og mikilvæg. Þegar ég kom heim las ég greinina þína í Tímariti félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA Journal).”

Lisa D. Hinz, PhD, ATR-BC stjórnarmaður í siðarnefnd Félags amerískra listmeðferðafræðinga (AATA).