Minnisteikningar

Minnisteikningar eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar. Teikningarnar geta falið í sér eingöngu myndir en texti getur einnig tengst þeim á ýmsa vegu. Minnisteikningar auðvelda einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir varðandi til dæmis bóknámsþætti, svo sem stafsetningu, þýðingu orða og staðreyndir í tengslum við lesfög. Megindleg rannsókn Unnar Óttarsdóttur sýndi að fimm sinnum auðveldara er að jafnaði að muna teikningar en skrifuð orð yfir lengra tímabil. Til viðbótar við að auðvelda minni geta minnisteikningar hjálpað til við úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar reynslu á sama hátt og listsköpun í listmeðferð.