Skip to content
unnur-art-therapy-white@2x

minnisteikning og úrvinnsla tilfinninga

Fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni

Fyrirlesari: Dr Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðafræðingur, listamaður og kennari

25. apríl 2020 kl. 14:00

FULLT VERÐ: 7.500 kr.

ÞITT VERÐ: 5.900 kr.

Um fyrirlesturinn

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn: „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“  í 18. apríl 2020. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur, eftir því sem best er vitað, ekki verið gerð áður í heiminum.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.

Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Gífurlega áhugaverð og frábær kynning. Vel gert.

Ummæli þátttakenda:

  • Upplýsandi!
  • Afar góð kynning á rannsókn sem auðvelt er að hagnýta.
  • Gagnlegt að taka þátt í verkefninu.
  • Þessi vinnustofa var ein af mínum uppáhalds þennan daginn; fyrirlesarinn var vel að sér og fyrirlestur hennar var einstaklega umhugsunarverður og áhugaverður.
  • Æfingin sem við tókum þátt í til að upplifa kosti teikningarinnar í því skyni að bæta minnið var forvitnileg og umhugsunarverð.
  • Mjög áhugaverð rannsókn og vel framsett. Verklegi þátturinn jók gildi þessarar rannsóknar auk þess að sýna fram á tvíþætt hlutverk listmeðferðar og náms.
  • Þekkingin sem ég öðlaðist á fyrirlestir Unnar mun koma mér að gagni í starfi mínu. Ég kunni vel að meta nýstárlega nálgun hennar.
  • Mjög góðar upplýsingar og dæmi.
  • Gífurlega áhugaverð og frábær kynning. Vel gert.

Staður og dagsetning

Fyrirlesturinn fer fram kl. 14:00 í ReykjavíkurAkademíunni þann 25. apríl 2020:

Þórunnartúni 2
105 Reykjavík

Verð: 7.500 kr. - með 20% Webinar afslætti 5.900 kr.

Unnur Óttarsdóttir

Unnur Óttarsdóttir

Dr. Unnur G. Óttarsdóttir hefur lokið doktorsprófi í listmeðferð, meistaraprófi í myndlist og kennaraprófi (B.Ed.). Hún hefur í tæp 30 ár starfað við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og ýmsum stofnunum. Hún starfar við rannsóknir og fræðistörf í ReykjavíkurAkademíunni og hefur kennt listmeðferð í ýmsum háskólum hérlendis og erlendis. Unnur hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í fræðiritum á innlendum og erlendum vettvangi.

Kynningarmyndband

Hafa samband

Hér eru tenglar á vefinn minn ásamt vísun í samfélagsmiðla

Top of page