Skip to content

Námskeið – Inngangur að listmeðferð

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð, þar með töldum einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir að öðlast aukinn skilning á listsköpun með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska skjólstæðinga sinna og nemenda.

Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is. Námskeiðisgjald er: kr. 54.000.- Vinsamlegast leggið inn á reikning 0111 26 84867 kt. 270862.2179 eða greiðið með peningum í fyrsta tíma.

Course photo