Skip to content

Grunnfyrirlestur II: Námslistmeðferð og skrifmyndir

Á ákveðnum tíma í þroskaferlinu teikna mörg börn stafaform áður en þau öðlast þekkingu á hljóðum og táknum bókstafanna. Það tímabil nefnist „skrifmyndastig“. Fjallað er um aðferðir til að vinna með skrifmyndir með það að markmiði að endurheimta og styrkja þann námsgrunn sem felst í skrifmyndaörvuninni. Samtímis er tilfinningaleg tjáning í myndmáli skoðuð frá sjónarhorni listmeðferðar. Í erindinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita skrifmyndum barna athygli. Fjallað er um þá hagnýtingu fyrir meðferð og nám sem hlýst af skrifmyndaörvun. Mikilvægt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum um listmeðferð og námslistmeðferð.