Námskeið – Listmeðferð í námi I

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, til dæmis einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við hana. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga og/eða nemenda sinna, með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda skjólstæðingum og nemendum nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á unnur@unnurarttherapy.is eða við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands til að fá frekari upplýsingar.