Námskeið – Listmeðferð í námi II

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í námi í fyrirlestrum, lestri, skriflegum verkefnum, umræðum og vinnustofum þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, auka námsgetu, styrkja sjálfsmynd, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Kynntar eru hugmyndir, kenningar og aðferðir til að nýta listmeðferð í skólum.

Fjallað er um hugtakið „skrifmyndir“, sem vísar til teiknaðra mynda af bók- og tölustöfum. Hugtakið „skrifmyndastig“ er einnig kynnt en það er tímabil þegar börn gera tilraunir með að teikna skrifmyndir. Kynntar verða kenningar og aðferðir til að vinna með skrifmyndir með það að markmiði að endurheimta og styrkja þann námsgrunn sem felst í skrifmyndaörvun.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er meðal annars haldið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar eða hafið samband við skrifstofu listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.