Listmeðferð Unnar

Námskeið - Minnissmiðja

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt?

Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu áfram og skapa nýjar eftirminnilegar minningar í núinu.

69.000 kr.

Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í gegnum listsköpun, skrif, munnlega tjáningu og samtal. Tækifæri gefst til að vinna með tilfinningar tengdum liðnum atvikum. Umfjöllun um minningar liðins tíma getur aukið sátt við fortíðina.

Mögulegt er að vinna með tilfinningar tengdum gleymdum atvikum og í sumum tilfellum getur það  hjálpað við að muna. Þegar hlustað er á aðra segja frá minningum þá getur rifjast upp eigin reynsla.

Óunnar og ótengdar tilfinningar og minningar geta valdið því að einstaklingurinn endurskapar líf sitt á óæskilegan hátt í takt við atburði og minningar sem heyra fortíðinni til. Með því að komast í snertingu við og vinna úr tilfinningum og minningum gefst tækifæri til að skapa líf sem byggist á eigin vilja en ekki endurtekningum fortíðarinnar. Á námskeiðinu verða rifjaðar upp og unnið með góðar og slæmar minningar og allt þar á milli sem getur aukið vellíðan, styrk og sátt við lífshlaupið.

Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um minnið og minningar.

Námskeiðið fer fram í Listmeðferð Unnar, Síðumúla 34, 3. hæð. Tímasetning námskeiðs tilkynnt síðar.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram