Listmeðferð Unnar

Bókakafli um minnisteikningu og siðfræði í bók sem kom út hjá Routledge

Minnisteikningu og siðferðisvandamálið

Viðfangsefni kaflans er megindleg og eigindleg rannsókn á minnisteikningu sem Unnur Óttarsdóttir framkvæmdi árið 2000. Rannsóknin var fyrsta yfirgripsmikla rannsóknin sem bar markvisst og skipulega saman áhrif teikningar og ritunar á minnisvirkni. Minnisteikni rannsóknin er því tímamóta rannsókn í sögu listmeðferðar, menntunar, sálfræði og sálfræðimeðferðar. Minnisteikning er hluti af námslistmeðferð sem er meðferðar- og kennsluaðferð sem höfundurinn fann upp og fjallar um í kaflanum. Siðferðisvandamálið sem sett er fram í kaflanum snýr að því að minnisteikning og teikning almennt geti komið við viðkvæmt tilfinningalegt efni, sem gæti valdið frekari erfiðleikum ef teikningin er leidd af einstakling sem er ómeðvitaður um tilfinningalega innihaldið sem getur komið upp á yfirborðið í teikniferlinu.

Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concern when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy: 50 Clinicians From 20 Countries Share Their Stories (bls. 266-272). New York: Routledge.

Tags: Ethics, Art therapy, Research, Drawing, Memory, Well-being

https://doi.org/10.4324/9781315545493

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram