Í Listmeðferð Unnar er boðið upp á ýmis námskeið fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtök og aðra hópa. Námskeiðin eru haldin bæði í Listmeðferð Unnar og á öðrum stöðum eftir óskum hverju sinni. Einnig er boðið uppá fjarnámskeið í gegnum veraldarvefinn.
Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.
Námskeið í boði
Hér er hægt að skrá sig á námskeið sem ég er með á næstunni.
Listmeðferð í námi I
Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Þekking […]
Lesa meira
Listmeðferð í námi II
Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í námi í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem […]
Lesa meira
Námslistmeðferð og skrifmyndir
Vinnusmiðjan er framhald af Grunnfyrirlestri II: Námslistmeðferð og skrifmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum í listmeðferð eða á […]
Lesa meira
Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum
Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð. Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að […]
Lesa meira
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla
Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum ílistmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í […]
Lesa meira