Listmeðferð Unnar
Námslistmeðferð
Námslistmeðferð þróaðist í rannsókn Unnar Óttarsdóttur þar sem markmið var að hanna, rannsaka og reyna listmeðferðaraðferð sem auðveldar skólanám og bætir tilfinningalega líðan barna. Kenning námslistmeðferðar byggist meðal annars á kenningum um skrifmyndir og minnisteikningu.
Sjá nánar
Minnisteikning
Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir fyrir henni. Enn í dag hefur engin önnur rannsókn verið gerð í heiminum svo vitað sé á langtímaminni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma.
Sjá nánar
Rannsóknir með list
Unnur Óttarsdóttir hefur nýtt listsköpun í rannsóknum sínum m.a. við gerð skýringarmynda, hugtakamynda og við tilfinningalega úrvinnslu. Hefur hún fjallað um viðfangsefnið í útgefnum skrifum. Listsköpunin skapar rými fyrir það óþekkta um leið og hún hreinsar farveg fyrir myndun nýrrar þekkingar.
Sjá nánar

Útgáfur

Bókakafli um minnisteikningu og siðfræði í bók sem kom út hjá Routledge

Viðfangsefni kaflans er megindleg og eigindleg rannsókn á minnisteikningu sem Unnur Óttarsdóttir framkvæmdi árið 2000. Rannsóknin var fyrsta yfirgripsmikla rannsóknin sem bar markvisst og skipulega saman áhrif teikningar og ritunar á minnisvirkni. Minnisteikni rannsóknin er því tímamóta rannsókn í sögu listmeðferðar, menntunar, sálfræði og sálfræðimeðferðar. Minnisteikning er hluti af námslistmeðferð sem er meðferðar- og kennsluaðferð […]

Lesa meira
Bókakafli um listmeðferð fyrir einstaklinga sem glíma við þunglyndi í bók sem kom út hjá Routledge

Börn sem höfðu upplifað álag og/eða orðið fyrir áföllum og áttu við námserfiðleika að etja voru valin til að taka þátt í rannsókn varðandi meðferðaraðferð sem felur í sér samruna listmeðferðar og menntunar. Námslistmeðferð varð til í rannsókninni þar sem unnið er samtímis með tilfinningalega og vitsmunalega þætti. Óli, sem tók þátt í rannsókninni, var […]

Lesa meira
Vísindagrein um fyrstu skipulögðu rannsóknina á teiknun og langtímaminni

Í greininni er farið yfir megindlega og eigindlega rannsókn á minnisteikningu, sem gerð var árið 2000. Niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar sýndu að teikning er áhrifarík til að leggja á minnið. Níu vikum eftir að börnin lögðu upphaflega á minnið rifjuðu þau upp að jafnaði fimm sinnum fleiri orð sem þau höfðu teiknað en þau sem þau […]

Lesa meira
Bókakafli um grundaðrar kenningu og teiknaðar skýringarmyndir í bók um aðferðafræði rannsókna

Í kaflanum útskýrir Unnur Óttarsdóttir hvernig hún notaði teiknaðar skýringarmyndir í rannsókn þar sem aðferðafræði grundaðrar kenninga var beitt. Teikningarnar voru notaðar til að: 1. Mynda hugtök 2. Skapa djúpstæðan skilning á fyrirbærum 3. Gera lýsingu óhlutbundna 4. Skoða tengsl fyrirbæra, flokka og hugtaka 5. Byggja kenningar 6. Efla sköpunargáfu og innsæi. Unnur Óttarsdottir (2013) […]

Lesa meira
Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram