Listmeðferð Unnar

Listmeðferð fyrir fullorðna

Listmeðferð fyrir fullorðna

Langar þig að virkja sköpunargáfu þína með listmeðferð til að bæta líðan þína og lífsfyllingu?

Á fullorðinsárunum getur reynst flókið að bæta slæma líðan og finna lausn á erfiðleikum. Hugsanlega má rekja ástæður vandans til erfiðrar reynslu í nútíð eða fortíð þar sem ekki hafa boðist tækifæri eða stuðningur til að vinna úr tilfinningum. Því verður reynslan þrándur í götu fremur en að hún nýtist einstaklingnum og að hann verði reynslunni ríkari.

Í listmeðferð gefast tækifæri til skapandi úrvinnslu reynslu og tilfinninga innan öryggis meðferðarsambandsins sem hefur það að markmiði að fyrri reynsla trufli ekki lífið í núinu heldur sé uppspretta visku og styrks. Listmeðferðin veitir einstaklingnum möguleika á að komast í djúpa snertingu við það hver hann/hún raunverulega er og framkvæma í kjölfarið í samræmi við það sem bætir líðan og eykur lífsfyllingu.

Ummæli

Fullorðin kona sem átti við alvarlegt þunglyndi að stríða.

„Ég hef notið handleiðslu Unnar Óttarsdóttur í listmeðferð um skeið og er ekki vonsvikin. Ég vissi að aðferðin væri góð leið til að nálgast börn og langaði að reyna hana á sjálfri mér. Þar sem ég hef átt erfitt með að ræða ýmsar sárar minningar sem ég hef ekki unnið úr taldi ég að þetta meðferðarform gæti ef til vill hentað mér. Ég var dálítið feimin við að teikna, lita og mála í byrjun því að ég er enginn listamaður – erfiðast var að þora að byrja – en ég komst að raun um að það skiptir akkúrat engu máli. Unnur las í innihald myndanna, ekki fegurðina. Aftur og aftur rak mig í rogastans vegna þess hve sárar tilfinningar komust upp á yfirborðið við að teikna litla mynd um atvik frá liðinni tíð. Unnur hjálpaði mér svo við að takast á við atvikin og ræða þau – „stakk á kýlið“ – þannig að ég gat horfst í augu við fortíðina og sætt mig við hana. Ég mæli hiklaust með listmeðferð.“

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram