Í Listmeðferð Unnar er boðið upp á ýmsa fyrirlestra fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtök og ýmiss konar hópa. Fyrirlestrarnir eru fluttir hvort sem er í Listmeðferð Unnar eða á þeim stöðum sem óskað er eftir hverju sinni. Einnig er boðið uppá fjarfyrirlestra í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.
Fyrirlestrar í boði
Hér er hægt að skrá sig á fyrirlestra sem ég er með á næstunni.
Minni með myndum
Sjónsköpun hefur verið nýtt sem minnistækni frá því á tímum Forn-Grikkja. Tiltölulega nýlega var farið að nýta teikningar til að efla minni, til dæmis í tengslum við gerð hugkorta. Árið 2000 gerði Unnur Óttarsdóttir rannsókn sem sýndi að teikningar auðvelda minni til langs tíma. Í erindinu er fjallað um minni með myndum í tengslum við […]
Lesa meira
Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu
Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig teikningar auðvelda minni. Tekið er dæmi úr eigindlegri tilfellarannsókn sem sýnir hvernig mögulegt er að nýta minnisteikningar samhliða í meðferð og námi. Fjallað er um megindlega rannsókn sem sýndi að börn mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þau höfðu teiknað heldur en orð sem þau höfðu skrifað […]
Lesa meira