Rannsóknir með list

Rannsóknir með list

Rannsóknir með list

Dr. Unnur Óttarsdóttir hefur nýtt listsköpun í rannsóknum sínum m.a. við gerð skýringarmynda, hugtakamynda og við tilfinningalega úrvinnslu. Hefur hún fjallað um viðfangsefnið í útgefnum skrifum sínum.

Skýringarmyndir

Skýringarmyndir tilheyra að hluta til rannsóknaraðferðum grundaðrar kenningar. Þær fela í sér að ýmiss konar teikningar eru notaðar til að:

  1. Mynda hugtök
  2. Gera lýsingu óhlutbundna
  3. Skoða samhengi á milli fyrirbæra, flokka og hugtaka
  4. Byggja kenningu

Heimild

Unnur Óttarsdóttir (2013). Grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndirÍ: Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.). Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 361-375). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 

Hugtakamyndir

Litir, penslar og málning er notuð þegar unnið er sjálfsprottið með myndmál í tengslum við það sem rannsakað er, til dæmis tiltekið hugtak eða viðfangsefni.

Ein nálgun er að mála bókstafina í hugtakinu og komast þannig inn í nýja vídd í samanburði við að aðeins lesa og skrifa um hugtakið. Það er gert með:

  1. hreyfingu líkamans við pensilstrokurnar
  2. litanotkun
  3. sköpun stafaforma á víðum fleti

Í gegnum vinnu af þessu tagi skapast nýr skilningur og tengsl við hugtakið sem unnið er með. Listsköpunarferlið stuðlar að auknum skilningi sem tengist persónulegri merkingu. Af því leiðir að upplifunin og skilningurinn á hugtakinu getur orðið merkingarbærari en við eingöngu lestur og skrift sem tengist fremur línulegu ferli.

Heimild

Ottarsdottir, U. (2018) Art therapy to address emotional well-being of children who have experienced stress and/or trauma. Í A. Zubala & V. Karkou (Ritstj.), Arts Therapies in the Treatment of Depression: International Research in the Arts Therapies (bls. 30-47). Oxford: Routledge.

Rannsóknir með list

Tilfinningar

Rannsóknir eru almennt áhugaverðar, sérstaklega þegar nýjar uppgötvanir og skilningur myndast. Í sumum tilfellum getur rannsakandinn þó verið óviss um hvað eigi sér stað í rannsókninni og hvað sé best að gera næst. Ef þetta stig varir lengi getur það valdið því að rannsakandinn finni fyrir tilfinningum sem líkjast vægu þunglyndi. Myndræn tjáning getur hjálpað við úrvinnslu tilfinninga af þessu tagi, svo sem við að tengjast þeim, gera sér grein fyrir þeim og losa um þær, ásamt því að setja tilfinningarnar í persónulegt og rannsóknarfræðilegt samhengi. Á meðan gerð þess konar myndverka stendur yfir og eftir hana er erfiðum tilfinningum oft skipt út fyrir aukna forvitni, kraft og áhuga á að halda áfram að vinna í rannsókninni.

Þegar betur er að gáð eru tilfinningarnar sem koma upp á yfirborðið í rannsókninni í mörgum tilfellum tengdar persónulegri reynslu. Rannsakandinn getur nýtt listsköpunina sem endurvarp (e. reflexive) til að íhuga og vinna úr þess konar tilfinningum og skoða þær út frá persónulegu sjónarhorni í samhengi við viðfangsefni rannsóknarinnar. Þegar unnið er með tilfinningar og þær flokkaðar í gegnum teikningar, og oft einnig samhliða því í skrifum, hjálpar það rannsakandanum að vera bæði meðvitaðri og hlutlausari við að skapa kenninguna.

Myndsköpun tengd skrifum er þannig endurvarpandi aðferð á ýmsa vegu á öllum stigum rannsóknarinnar. Hún skapar rými fyrir það óþekkta um leið og hún hreinsar farveg fyrir myndun nýrrar þekkingar.

Heimild

Ottarsdottir, U. (2018) Art therapy to address emotional well-being of children who have experienced stress and/or trauma. Í A. Zubala & V. Karkou (Ritstj.), Arts Therapies in the Treatment of Depression: International Research in the Arts Therapies (bls. 30-47). Oxford: Routledge.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram