Minnisteikning

Námskeið um minnisteikningu

Staðsetning námskeiða

Boðið er upp á fjölbreytt námskeið í Listmeðferð Unnar. Staðsetning námskeiðanna fer eftir þörfum hvers og eins, til dæmis í Listmeðferð Unnar, fyrirtækjum, stofnunum eða á öðrum stöðum eftir því sem hentar. Námskeiðin fara einnig fram í listkennsludeild Listaháskóla Íslands og við Símenntun Háskólans á Akureyri. Einnig er boðið uppá fjarnámskeið í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Námskeiðin fela í sér

Námskeiðin byggjast á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það veitir. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir listmeðferðar. Hvorki er gerð krafa um fyrri reynslu né þekkingu af listsköpun. Sköpunarferlið gefur þátttakendum tækifæri til sjálfstjáningar, eflir sjálfsþekkingu og eykur persónulegt innsæi sem hvetur til jákvæðra breytinga. Í nemendahópnum skapast tækifæri til að deila reynslu, tilfinningum og hugsunum ásamt því að upplifa samkennd og öðlast nýja sýn á eigin viðfangsefni.

Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum

Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð. Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að […]

Lesa meira
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla

Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum ílistmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í […]

Lesa meira
Námskeið - Minnissmiðja

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu […]

Lesa meira
Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram