Viðtal sem Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson tóku við Unni Óttarsdóttur í Ríkisútvarpinu í Mannlega þættinum 22. maí 2023.
Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn í heiminum árið 2000, eftir því sem best er vitað, og stóð Unnur Óttarsdóttir fyrir henni. Enn í dag hefur engin önnur rannsókn verið gerð í heiminum svo vitað sé á langtímaminni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma. Minnisteiknirannsókn Unnar markar því tímamót í sögu listmeðferðar og náms- og sálfræði í heiminum.
Eitt hundrað þrjátíu og fjögur börn á aldrinum níu til fjórtán ára tóku þátt í megindlegri rannsókn árið 2000 þar sem áhrif teikninga á minni var rannsakað. Samanburður var gerður á minni orða sem voru skrifuð annars vegar og hins vegar voru teiknaðar myndir af innihaldi orðanna.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að börnin mundu að jafnaði jafnmikinn fjölda skrifaðra orða og teikninga þegar þau rifjuðu upp strax eftir að þau höfðu teiknað og skrifað (próf 1). Þrem vikum eftir teikninguna/skrifin mundu börnin að jafnaði tvisvar og hálfu sinnum fleiri myndir sem þau höfðu teiknað en orð sem þau höfðu skrifað (próf 2). Nítján af þeim 134 börnum sem tóku þátt í rannsókninni rifjuðu upp teikningarnar og skrifuðu orðin níu vikum seinna og mundu þá að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað (próf 3b). Enn í dag hefur engin rannsókn verið gerð í heiminum, svo vitað sé, á langtímaminni og teikningu sem nær yfir svo langt tímabil.
Fimm börn sem áttu við námsvanda að etja og höfðu upplifað álag og/eða orðið fyrir áföllum tóku þátt í eigindlegri tilfellarannsókn. Grundaðri kenningu var beitt við greiningu gagnanna. Markmið rannsóknarinnar var að hanna og rannsaka listmeðferðaraðferð sem auðveldar skólanám og bætir tilfinningalega líðan. Minnisteikningar eru hluti af slíkri námslistmeðferð.
Í rannsókninni fengust vísbendingar um að minnisteikning auðveldi nemendum að muna á ýmsa vegu margskonar bóknámsþætti, svo sem stafsetningu orða, þýðingu erlendra orða og staðreynda í tengslum við til dæmis landafræði.
Til viðbótar við vísbendingar um að minnisteikningar auðveldi nemendum að muna bóknámsþætti kom einnig í ljós í eigindlegu tilfellarannsókninni að minnisteikning getur stuðlað að úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar reynslu á sama hátt og listsköpun í listmeðferð almennt.
Kenningar og aðferðir listmeðferðar eru mikilvægar til að útskýra og skilja minnisteikningaferlið sem er sérstaklega brýnt þegar um ræðir börn sem hafa orðið fyrir áföllum og hafa takmarkaðan stuðning í lífi sínu. Teikningin getur fært upp á yfirborðið viðkvæmar tilfinningar og nauðsynlegt er að meðferðaraðilinn/kennarinn skilji og hafi þekkingu á myndsköpunarferlinu og mikilvægi tilfinningalegs stuðnings fyrir þann sem teiknar.
Unnur Óttarsdóttir (2019) Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu. Íslensk þýðing greinarinnar (2018) Processing Emotions and Memorising CourseworkThrough Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine 9 (1). ATOL: Art Therapy OnLine 10(1). Sótt á: http://journals.gold.ac.uk/index.php/atol/article/view/549/pdf
Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concern when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. In: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.
Unnur Óttarsdóttir (2019) Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu. Íslensk þýðing greinarinnar: (2018) Processing Emotions and Memorising Coursework Through Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine 9 (1). Glæður. 29. árgangur bls. 72-85.
Ottarsdottir, U. (2018) Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine, 9(1). Sótt á: http://journals.gold.ac.uk/index.php/atol/article/view/486/pdf
Viðtal sem Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson tóku við Unni Óttarsdóttur í Ríkisútvarpinu í Mannlega þættinum 22. maí 2023.
Viðtal sem Leifur Hauksson tók við Unni Óttarsdóttur í Ríkisútvarpinu í Samfélaginu 27. febrúar 2020.
Viðtal sem Gunnar Hansson tók við Unni Óttarsdóttur í Ríkisútvarpinu í Mannlega þættinum 28. nóvember 2018.
Viðtal sem Andri Freyr Viðarsson tók við Unni Óttarsdóttur í Ríkisútvarpinu Stöð 2 í Síðdegisútvarpinu 22. nóvember 2018.