Rannsóknir með list

Fyrirlestrar um rannsóknir með list

Í Listmeðferð Unnar er boðið upp á ýmsa fyrirlestra fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtök og ýmiss konar hópa. Fyrirlestrarnir eru fluttir hvort sem er í Listmeðferð Unnar eða á þeim stöðum sem óskað er eftir hverju sinni. Einnig er boðið uppá fjarfyrirlestra í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Fyrirlestrar í boði

Hér er hægt að skrá sig á fyrirlestra sem ég er með á næstunni.

Rannsóknaraðferðafræði – fyrirlestur I: Grunduð kenning með teiknuðum skýringarmyndum

Í erindinu er fjallað um grundaða kenningu með áherslu á teiknaðar skýringarmyndir sem eru áþreifanlegar myndir af hugmyndum í formi korta, línurita eða teiknaðra mynda. Skýringarmyndir líkjast minnisblöðum en í stað þess að vera skrifaður texti eru þær myndræn framsetning á áþekku hugsunarferli. Markmiðið með skýringarmyndunum er að dýpka skilning á fyrirbærum, móta hugtök og […]

Lesa meira
Rannsóknaraðferðafræði – fyrirlestur II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir

Í fyrirlestrinum er fjallað um skapandi aðferðir listmeðferðar sem beitt er í tengslum við rannsóknir. Einnig er farið yfir aðferðafræði grundaðrar kenningar sem beitt var til að greina gögn í listmeðferðarrannsókninni. Markmið rannsóknarinnar var að hanna, rannsaka og prófa meðferðaraðferð sem auðveldar nám og eykur tilfinningalega vellíðan hópsins sem valinn var til þátttöku í rannsókninni. […]

Lesa meira
Rannsóknaraðferðarfræði – fyrirlestur III: Frjó fræðimennska – fræðileg myndlist

Í erindinu er fjallað um hvernig óhlutbundin hugsun, eins og sú sem fer fram við sköpun myndlistar, getur nært og frjóvgað störf rannsakenda og fræðimanna. Fjallað er um sameiginlega eiginleika fræðimanna og listamanna þegar sköpuð er ný þekking, verk eða kenning. Myndlist byggist oft og iðulega á rannsóknum og óskipulögðum athugunum á viðfangsefninu sem fela […]

Lesa meira
Rannsóknaraðferðarfræði – fyrirlestur IV: Nú er námsfærni endurheimt með skrifmyndum

Í fyrirlestrinum er fjallað um: Aðferðafræði rannsóknarinnar sem kynnt er Listmeðferð Kennslusálfræðimeðferð Skrifmyndir Áhrif námslistmeðferðar Endurheimta námsfærni Fræðimennsku og skrifmyndir Fyrirlestur áður fluttur 2014 Nú er námsfærni endurheimt með skrifmyndum. H-21 Hugmyndir 21. aldarinnar. Málþing ReykjavíkurAkademíunnar. Sótt á: https://vimeo.com/143387243.

Lesa meira
Rannsóknaraðferðarfræði – vinnusmiðja: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir

Vinnusmiðjan er framhald af Rannsóknaraðferðafræði, fyrirlestri II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni, sem veitir tækifæri til að öðlast reynslubrot af þeim möguleikum sem listsköpun veitir í þágu rannsókna. Þátttakendur beita sjálfsprottinni og frjálsri listsköpun í tengslum við rannsóknaráhuga og rannsónarverkefni sín til þess að gera […]

Lesa meira
Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram