Listmeðferð Unnar
Listmeðferð og minnisteikning

Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð.

Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að minnisteikning hjálpar til við að muna til lengri tíma, auk eigindlegrar tilviksrannsóknar sem sýnir hvernig minnisteikning getur í senn auðveldað nám og úrvinnslu tilfinninga. Fylgja þarf ákveðnum reglum við beitingu minnisteikninga og veittar eru ráðleggingar fyrir fagfólk sem starfar innan menntastofnana, þar á meðal listmeðferðarfræðinga sem starfa í námsumhverfi, þar sem meðferð og nám er samþætt í slíkri minnisteikningu.

Í gegnum listsköpun, að deila með öðrum, samræður og fyrirlestra öðlast þátttakendur þekkingu á grunnatriðum aðferða við og kenninga um minnisteikningu. Slík teikning auðveldar einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem tengjast námi þeirra. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir vann sýndi að þegar horft er til lengri tíma er að jafnaði fimmfalt auðveldara að muna teiknaðar myndir af orðum en skrifuð orð. Auk þess að hjálpa til við að muna auðveldar minnisteikning úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar lífsreynslu á svipaðan hátt og listsköpun gerir í listmeðferð, og þetta verður útskýrt á námskeiðinu.

Námskeið haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021. Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð all staðar frá í heiminum.

Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.

Myndlistarsýninguna

Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason).

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl. 14.00-17.00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni er fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið og óyrt minni getur verið. Margbreytileiki minnisins er yrkisefni sýningarinnar, svo sem tilfinningaminni, reynsluminni, staðsetningarminni, lyktarminni, sjónrænt minni, skynminni, orðaminni, óljóst minni, óminni og gleymska. Með málverkum, ljósmyndum, vídeói og prentverki er ljósi beint að eðli minnisins og hve órætt það getur verið. Tilfinningaminni flæðir í litum og formum. Ljósmyndir geyma minningar og segja sögur. Lífssaga er sögð í listaverkunum.

Á sýningartímanum verður boðið upp á fríar vinnustofur þar sem unnið verður með minni og minningar með því að skoða listaverk, gera minnisæfingar, fræðast, taka þátt í listsköpun og með samtali.

Vinnustofur fara fram 18., 29. og 21. janúar kl. 19.00-22.00. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri vinnustofu eru 6 einstaklingar. Vinsamlega skráið ykkur hér: https://forms.gle/enx5FGqKVa4V4zGW9

Gestir eru minntir á að fylgja gildandi sóttvarnareglum. Handspritt er við innganginn, gestir þurfa að vera með grímur og virða tveggja metra regluna eins og kostur er.

Sýningin stendur yfir til 24. janúar og opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl.14.00-17.00.

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Viltu skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun? Langar þig að auka skilning þinn og þekkingu á myndmáli?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð, þar með töldum einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir að öðlast aukinn skilning á listsköpun með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska skjólstæðinga og/eða nemenda sinna.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, verkefnavinnu, umræður og vinnustofu þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Markmið námskeiðsins er að:

Tímasetningar

Fös. 29. september 16:00-19:00
Lau. 30. september 11:00-16:00
Fös. 13. október 16:00-19:00
Lau. 14. október 11:00-16:00

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar

Ummæli

Ásta Þórisdóttir, grunnskóla- og myndmenntakennari, lauk Grunnnámskeið I – Hvað er listmeðferð? fyrir 16 árum. Hún segir:

„Þekkingin frá námskeiðinu hefur nýst mér vel í gegnum tíðina í vinnu minni með börnum og unglingum og gerir enn. Ég lærði að skilja að það væri undirliggjandi mikilvæg tjáning í myndverkum barnanna og unglinganna sem ég vinn með. Fræðslan og reynslan af námskeiðinu hefur nýst mér vel til að skilja alls konar merkja- og táknmál í myndverkum.

Skilningurinn á myndverkunum hefur í sumum tilfellum opnað umræðu sem ég hef getað miðlað til annars fagfólks. Ég hef til dæmis getað miðlað því sem börnin hafa tjáð í myndunum á teymisfundum með öðru fagfólki.

Stundum eru skýr skilaboð í myndum barnanna. Myndlistarkennari og aðrir starfsmenn eru í kjöraðstæðum til að öðlast skilning á aðstæðum og líðan einstaklinganna í gegnum myndverkin. Mér fyndist æskilegt að námskeiðið væri hluti af kennaranámi. Ég væri fyrsta manneskjan til að fara á framhaldsnámskeið í listmeðferð.“

Sonný Hilma Þorbjörnsdóttir, kennari og myndlistarmaður

„Það sem þú komst með til okkar sem á námskeiðinu voru var tækifæri til að stoppa, skoða, yfirfara og endurhugsa. Nærvera þín veitti okkur frelsi til að vera, akkúrat þarna á þeirri stundu bara vera, sem aðeins virðing gagnvart manneskjunni og trú á möguleika hennar getur veitt. Þú gafst okkur umgjörð og við féllum held ég allar inn í hana án ótta við að verða dæmdar. Það sem við lærðum um listmeðferð og innsýn inn í þann heim er ómetanlegt fyrir mig. Að veita fólki sem er tilbúið að sjá lykla að þeirri veröld stækkar möguleika okkar til að vinna úr og veita stuðning fyrir okkur sjálf og aðra. Þú ert frábær kennari, Unnur, og vonandi fæ ég tækifæri til að hitta þig aftur bráðum og upplifa og læra meira og meira og meira.“

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn: „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“  25. apríl 2020. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur, eftir því sem best er vitað, ekki verið gerð áður í heiminum.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.

Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Fyrirlesturinn fer fram kl. 14:00 í ReykjavíkurAkademíunni þann 25. apríl 2020:

Þórunnartúni 2
105 Reykjavík
Þátttökugjald er 7.500 kr

Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugasömum um minnisteikningu.
Sætafjöldi takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig.

Listmeðferð og nám

Unnur Óttarsdóttir mun kenna námskeiðið Listmeðferð og nám hjá Art Therapy Italiana í Mílanó á Ítalíu 16.-18. október 2020. Námskeiðið er ætlað fyrir listmeðferðarfræðinga sem vinna í skólum. Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: segreteria@arttherapyit.org og í síma: +39 (0)51 644 04 51. Hámarks fjöldi þátttakenda er 15. Tímasetning auglýst síðar.

The course is intended for art therapists working in schools. The participants will be given an opportunity to share their experiences, emotions and thoughts about working as art therapists in schools, thereby gaining perspectives and understandings about their work issues and projects.

Through art making, sharing, discussions and lectures the participants will gain knowledge about the basis of the methods and theories of Art Educational Therapy (AET). Coursework learning is integrated into art therapy in AET through art making with the aim of facilitating coursework learning and enhancing emotional well-being, and specific learning difficulties are observed in relation to emotional difficulties.

One of the concepts of AET, “writing-images”, will be reviewed, which refers to the process of drawing pictures of letters and numbers. The “writing-image stage”, which describes a phase when children experiment with drawing writing-images prior to learning to read, will be discussed. Methods of making writing-images will be introduced. Opportunities to work with writing-images in AET enables the child to reclaim the learning potential of an early developmental “writing-image” phase.

Another method of AET consists of "Memory Drawing”. Such drawing aids individuals in better memorizing various facts related to their coursework learning. A quantitative study conducted by Ottarsdottir showed that over long time periods, it is generally five times easier to recall drawn images of word content than written words. Along with aiding memory retention, memory drawing facilitates processing of emotions and difficult experiences in the same way as the art-making process functions within art therapy.

Fjarfyrirlestrar um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fjarfyrirlestrana „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu”. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur eftir því sem best er vitað ekki verið gerð áður í heiminum.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.

Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu” sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Dagsetningar og tími fjarfyrirlestranna (London tími): 

Unnur flutti fyrirlestur um minnisteikningu fyrir fullum sal af fólki á ráðstefnu Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku á hálfrar aldar afmæli félagsins. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsókn mína sem sýndi hversu árangursrík teikning er til að auka minni og vinna úr tilfinningum. Ánægjulegt var að hitta svo marga listmeðferðarfræðinga víðsvegar að úr heiminum, kynna mér listmeðferðarstörf þeirra og og deila með þeim minnisteiknirannsókninni.

Ummæli þátttakenda sem voru á fyrirlestrinum:

International Art Therapy Practice/Research Conference

11. til 13. júlí 2019 í London

Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing

Quantitative and qualitative research on ‘Memory Drawing’ (Ottarsdottir, 2018; in press) which was conducted in the year 1999-2000 (Ottarsdottir, 2005) will be reviewed in the presentation. 

Research about the effectiveness of drawing compared to writing, in facilitating memory over differing time frames will be reviewed. The way in which sensitive emotional material can be brought up and processed through such memory drawings will be demonstrated. The memory drawing research will be contextualised within the literature on related research studies, methods and theories. Examples of the application of the memory drawing method will be provided. Complexities of the therapeutic and educational processing included in memory drawing when applied within therapy or education will be considered in light of theories of art therapy and educational psychotherapy.

Memory of drawings and words was compared for 134 subjects in the quantitative part of the research, which aimed to investigate the effectiveness of drawing, compared to writing, in facilitating memory over short and long time periods. The research showed that drawing is effective in facilitating long-term memory. When drawing/writing was recalled three weeks following the original memorisation, the median amount of recalled words/drawings was two written words and five drawn. The research findings also showed that drawing is generally as much as five times more effective then writing for long-term memory when the drawings/words were recalled nine weeks after the original memorisation, without any recall within the nine weeks period. Research regarding such long-term memory of drawings has not been conducted prior to now. 

Five children who had experienced stress and/or trauma and had specific learning difficulties participated in the qualitative case study part of the research. The aim of the research was to design, study and test a therapeutic method which would facilitate coursework learning, including memorising coursework, and enhancing the emotional well-being of the client. Theories of art therapy (e.g. Edwards, 2004) and educational psychotherapy (e.g. Best, 2014) contributed to the theoretical framework of the therapeutic method developed through the research. The qualitative case studies demonstrated the way in which memory drawing can facilitate coursework learning including memorisation. 

In 2016, the psychologists Wammes, Meade, & Fernandes introduced their research which compared short-term memory of written and drawn words. Art therapy theories and methods are excluded in Wammes et al. (2016) research. Art therapy theories and methods were found to be important in terms of memory drawing in order to explore, understand and explain the function of memory drawing for processing emotions and facilitating memory of coursework. The memory drawing and the therapeutic process indicated that sensitive emotional material can be brought up and processed through such drawings. An art therapy framework was also found to be important for considering the ethics and drawing boundaries for the memory drawing method presented, in order to create safe spaces for students and clients who engage in creating memory drawings, especially within the classroom, when memory drawings are made by vulnerable pupils who have experienced stress and/or trauma and have lack of support in their lives. 

References

Best, R. (2014). Educational psychotherapy: an approach to working with children whose learning is impeded by emotional problems. Support for Learning, 29(3), 201–216. https://doi.org/10.1111/1467-9604.12058

Edwards, D. (2004). Art therapy. London: Sage Publications.

Ottarsdottir, U. (2019). Ethical Concern when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. In: Audrey Di Maria (Ed.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy. England and USA: Routledge.  

Ottarsdottir, U. (2018). Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine, 9(1)Retrieved from: http://journals.gold.ac.uk/index.php/atol/article/view/486/pdf

Ottarsdottir, U. (2005). Art Therapy in Education: for Children with Specific Learning Difficulties who Have Experienced Stress and/or Trauma. Unpublished Ph.D. thesis, University of Hertfordshire, Hatfield.

Wammes, J. D., Meade, M. E., & Fernandes, M. A. (2016). The drawing effect: Evidence for reliable and robust memory benefits in free recall. The Quarterly Journal of Experimental Psychology, 69(9), 1752–1776. https://doi.org/10.1080/17470218.2015.1094494

Art Therapy in Education Challenges Opportunities and Best Practice

Art Therapy in Education: Challenges, Opportunities and Best Practice 

12. júlí 2019 í London

Nánari upplýsingar: https://www.baat.org/About-BAAT/Blog/250/International-Art-Th

Memory Drawing research - Unnur Óttarsdóttir

Celebrating 50 Years of Healing Through Art 

30. október til 3. nóvember 2019 í Kansas City Marriott Downtown. 

Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing

Quantitative and qualitative research on ‘Memory Drawing’ (Ottarsdottir, 2018; in press) which was conducted in the year 1999-2000 (Ottarsdottir, 2005) will be reviewed in the presentation. 

Research about the effectiveness of drawing compared to writing, in facilitating memory over differing time frames will be reviewed. The way in which sensitive emotional material can be brought up and processed through such memory drawings will be demonstrated. The memory drawing research will be contextualised within the literature on related research studies, methods and theories. Examples of the application of the memory drawing method will be provided. Complexities of the therapeutic and educational processing included in memory drawing when applied within therapy or education will be considered in light of theories of art therapy and educational psychotherapy.

Memory of drawings and words was compared for 134 subjects in the quantitative part of the research, which aimed to investigate the effectiveness of drawing, compared to writing, in facilitating memory over short and long time periods. The research showed that drawing is effective in facilitating long-term memory. When drawing/writing was recalled three weeks following the original memorisation, the median amount of recalled words/drawings was two written words and five drawn. The research findings also showed that drawing is generally as much as five times more effective then writing for long-term memory when the drawings/words were recalled nine weeks after the original memorisation, without any recall within the nine weeks period. Research regarding such long-term memory of drawings has not been conducted prior to now. 

Five children who had experienced stress and/or trauma and had specific learning difficulties participated in the qualitative case study part of the research. The aim of the research was to design, study and test a therapeutic method which would facilitate coursework learning, including memorising coursework, and enhancing the emotional well-being of the client. Theories of art therapy (e.g. Edwards, 2004) and educational psychotherapy (e.g. Best, 2014) contributed to the theoretical framework of the therapeutic method developed through the research. The qualitative case studies demonstrated the way in which memory drawing can facilitate coursework learning including memorisation. 

In 2016, the psychologists Wammes, Meade, & Fernandes introduced their research which compared short-term memory of written and drawn words. Art therapy theories and methods are excluded in Wammes et al. (2016) research. Art therapy theories and methods were found to be important in terms of memory drawing in order to explore, understand and explain the function of memory drawing for processing emotions and facilitating memory of coursework. The memory drawing and the therapeutic process indicated that sensitive emotional material can be brought up and processed through such drawings. An art therapy framework was also found to be important for considering the ethics and drawing boundaries for the memory drawing method presented, in order to create safe spaces for students and clients who engage in creating memory drawings, especially within the classroom, when memory drawings are made by vulnerable pupils who have experienced stress and/or trauma and have lack of support in their lives. 

Nánari upplýsingar: https://www.arttherapy.org/upload/ConferenceBrochure.pdf

References

Best, R. (2014). Educational psychotherapy: an approach to working with children whose learning is impeded by emotional problems. Support for Learning, 29(3), 201–216. https://doi.org/10.1111/1467-9604.12058

Edwards, D. (2004). Art therapy. London: Sage Publications.

Ottarsdottir, U. (in press). Ethical Concern when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. In: Audrey Di Maria (Ed.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy. England and USA: Routledge.  

Ottarsdottir, U. (2018). Processing Emotions and Memorising Coursework through Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine, 9(1)Retrieved from: http://journals.gold.ac.uk/index.php/atol/article/view/486/pdf

Ottarsdottir, U. (2005). Art Therapy in Education: for Children with Specific Learning Difficulties who Have Experienced Stress and/or Trauma. Unpublished Ph.D. thesis, University of Hertfordshire, Hatfield.

Wammes, J. D., Meade, M. E., & Fernandes, M. A. (2016). The drawing effect: Evidence for reliable and robust memory benefits in free recall. The Quarterly Journal of Experimental Psychology, 69(9), 1752–1776. https://doi.org/10.1080/17470218.2015.1094494

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram