Listmeðferð Unnar

ECArTE ráðstefna í Vilníus

Frábær vika í Vilníus að baki þar sem ég sótti ráðstefnuna “MINNI: mótun tengsla í listmeðferðum“. Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnunni, eins og hvernig konur til dæmis í Afríku sem hafa verið beittar ofbeldi, koma saman til að sauma út og segja sögurnar sínar sem valdeflir þær svo þær geta færst frá því að vera fórnarlömb til þess að halda áfram lífi sínu og taka þátt í samfélaginu (leiðbeinandi: Tally Tripp frá USA). Ég flutti fyrirlesturinn „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ þar sem ég fjallaði um hvernig börn geta tjáð djúpstæðar og erfiðar minningar í gegnum teikningar og eins hversu gífurlega áhrifaríkt er að teikna til að muna.

Vilníus er falleg borg, fólkið vinalegt og maturinn góður. Ánægjulegt var að vera þar í liðinni viku með um 200 listameðferðafræðingum víðs vegar frá heiminum.

Facebook

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram