Listmeðferð Unnar

Grunnfyrirlestur I: Hvað er námslistmeðferð?

Grunnþætti námslistmeðferðar

Í fyrirlestrinum er fjallað um grunnþætti námslistmeðferðar. Í námslistmeðferð er bóklegt nám samþætt listmeðferð með það að markmiði að styrkja tilfinningalegt heilbrigði og efla námsgetu. Tekin eru dæmi sem veita innsýn í aðferðir og hugmyndafræði meðferðarinnar. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á námslistmeðferð, þar með talið foreldrum og fagfólki sem vinna að bættri líðan og auknum þroska fólks og/eða því að auðvelda einstaklingum nám. Æskilegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á listmeðferð.

Ummæli

„Fyrirlesturinn var upplýsandi, „eye opener“. Gefinn var ákveðinn vonarneisti varðandi börn í framtíðinni sem eiga við námsörðugleika að stríða, von um að litið verði á námsörðugleika þeirra frá öðru sjónarhorni og að þau muni eiga greiðari aðgang að hjálp.“

Rakel Eva Gunnarsdóttir listmeðferðarfræðingur MSc

„Mér finnst samþætting listmeðferðar og náms, eins og kynnt var í fyrirlestrinum, virkilega áhugaverð og mjög þörf í skólakerfinu. Því er nauðsynlegt að innleiða þessa aðferð þar sem hún yrði mikill stuðningur við einstaklinginn, kennarann og allt skólakerfið.“

Elísabet Lorange, kennari og listmeðferðarfræðingur MA

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram