Listmeðferð Unnar

Grunnfyrirlestur II: Námslistmeðferð og skrifmyndir

Námslistmeðferð og skrifmyndir

Í rannsóknarverkefninu um námslistmeðferð (AET) sem kynnt er í þessum fyrirlestri er námsefni fléttað inn í listmeðferð með það að markmiði að stuðla að tilfinningalegri velferð og auðvelda nám. Kenningar varðandi „skrifmyndir“ eru skoðaðar í fyrirlestrinum. Hugtakið „skrifmyndir“ vísar til teiknaðra mynda af bókstöfum og tölustöfum, sem eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar.

Á tilteknu þroskastigi teikna mörg börn bókstafaform áður en þau öðlast þekkingu á hljóðfræði og þeim táknum sem mynda bókstafina í stafrófinu. Þetta skeið kallast „skrifmyndaskeiðið“. Í fyrirlestrinum eru kynntar leiðir til að vinna með „skrifmyndir“ með það að markmiði að endurheimta, styrkja og varðveita þann lærdómsgrunn sem lagður var á skrifmyndastiginu. Samhliða því er tilfinningaleg tjáning gegnum listsköpun skoðuð frá sjónarhorni listmeðferðar. Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita skrifmyndum barna athygli. Einnig er fjallað um hagnýta þætti skrifmynda með tilliti til meðferðar og náms. Mikilvægt er að þátttakendur hafi haft einhver kynni af listmeðferð og námslistmeðferð, til dæmis með því að sækja fyrirlestra og/eða grunnnámskeið í listmeðferð og námslistmeðferð.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram