Dr. Unnur Óttarsdóttir flutti fyrirlestur og bauð upp á vinnustofu í Listasafni Árnesinga. Þátttakendur voru áhugasamir og áhugaverðir og það var ánægjulegt að segja þeim frá nýlegum rannsóknum á minningarteikningu. Unnur deildi niðurstöðum sem gefa til kynna að teikning styrkir minni verulega, sérstaklega hjá einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að muna skrifuð orð. Athyglisvert er að þau sem muna auðveldlega skrifuð orð virðast einnig almennt muna betur teikningar til langs tíma. Einnig var farið yfir að minnisteikning getur hjálpað börnum sem hafa orðið fyrir áföllum og veitt meðferðar- og náms úrræði til að efla vellíðan og nám. Áhugaverðar umræður spunnust meðal annars um hvernig hægt sé að fella listsköpun í auknu mæli inn í menntun.