Minnisteikning

Minnisteikning

Minnisteikning sem er hluti af aðferðum námslistmeðferðar getur falið í sér eingöngu teikningar en texti getur einnig tengst þeim á ýmsa vegu. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir gerði árið 2000 gaf til kynna að það er fimm sinnum auðveldara að jafnaði að muna teikningar en skrifuð orð yfir lengri tíma. Minnisteikningar auðvelda fólki að leggja ýmsa námsþætti á minnið, svo sem stafsetningu orða, þýðingu erlendra orða og staðreyndir í tengslum við til dæmis landafræði.

Niðurstöður rannsóknar Unnar á samanburði á minni með skrift annars vegar og teikningu hins vegar, hjá einstaklingum með mismunandi getu til að leggja orð á minnið, sýndi að þátttakendur sem áttu auðvelt með að muna skrifuð orð mundu þau enn betur til langs tíma þegar þau teiknuðu í stað þess að skrifa. Þá gáfu niðurstöður einnig til kynna að einstaklingar sem eiga erfitt með að leggja orð á minnið gætu munað þau að jafnaði 45 sinnum betur þremur vikum síðar ef þau teiknuðu innihald orðanna fremur en að skrifa þau.

Til viðbótar við að auðvelda minni getur minnisteikning hjálpað við úrvinnslu tilfinninga og reynslu á sama hátt og listsköpun í listmeðferð.

Minnisteikning
Höfundaréttur © 2025 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram