Skip to content

Námskeið – Minnissmiðja

Langar þig að vinna með og lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt?

Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í gegnum listsköpun, skrif og munnlega tjáningu sem gefur tækifæri til að vinna með tilfinningaminnið eða tilfinningar tengdum gleymdum atvikum sem getur hjálpað við að muna atvkið. Einnig ryfjast oft upp minningar þegar hlustað er á aðra segja frá sinni reynslu og þegar einstaklingur segir öðrum frá sínum upplifunum. Óunnar og ótengdar tilfinningar og minningar geta valdið því að einstaklingurinn endurskapar líf sitt á óæskilegan hátt í takt við atburði og minningar sem heyra fortíðinni til. Með því að komast í snertingu við og vinna úr tilfinningum og minningum gefst tækifæri til að skapa líf sem byggist á eigin vilja en ekki endurtekningum frotíðarinnar. Á násmkeiðinu verða rifjaðar upp og unnið með góðar og slæmar minningar og allt þar á milli sem getur aukið vellíðan, styrk og sátt við lífshlaupið.

Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um minnið og minningar.   

Námskeiðið fer fram á miðvikudögum kl 19.00 – 22.00 dagana 30. mars, 6. og 20. 27. apríl, 4. og 11. maí   í Listmeðferð Unnar, Síðumúla 34, 3. hæð.

Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is. Námskeiðisgjald er: kr. 59.000.- Vinsamlegast leggið inn á reikning 0111 26 84867 kt. 270862.2179 eða greiðið með peningum í fyrsta tíma.