Skip to content

Fyrirlestrar

Í listmeðferð Unnar er boðið upp á ýmsa fyrirlestra fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtök og aðra hópa. Fyrirlestrarnir eru fluttir bæði í Listmeðferð Unnar og á öðrum stöðum eftir óskum hverju sinni. Einnig er boðið uppá fjarfyrirlestra í gegnum veraldarvefinn.

Fyrirlestrar á döfinni:

Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.

Grunnfyrirlestur I: Hvað er námslistmeðferð?

Í fyrirlestrinum er fjallað um grunnþætti námslistmeðferðar. Í námslistmeðferð er bóklegt nám samþætt listmeðferð með það að markmiði að styrkja tilfinningalegt heilbrigði og efla námsgetu. Tekin eru dæmi sem veita innsýn í aðferðir og hugmyndafræði meðferðarinnar. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á námslistmeðferð, þar með talið foreldrum og fagfólki sem vinna að bættri líðan og auknum þroska fólks og/eða því að auðvelda einstaklingum nám. Æskilegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á listmeðferð.

Grunnfyrirlestur II: Námslistmeðferð og skrifmyndir

Í námslistmeðferð og í rannsókninni sem kynnt er í fyrirlestrinum er námsefni samþætt listmeðferð með það að markmiði að efla tilfinningalega velferð og nám. Í erindinu er fjallað um kenningar um „skrifmyndir“ sem þróaðar voru í rannsókn sem gerð var innan grunnskóla á Íslandi. Hugtakið „skrifmyndir“ vísar til teiknaðra mynda af bók- og tölustöfum sem eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar.

Vinnusmiðja: Námslistmeðferð og skrifmyndir

Vinnusmiðjan er framhald af Grunnfyrirlestri II: Námslistmeðferð og skrifmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum í listmeðferð eða á Grunnfyrirlestrum I og II: Hvað er námslistmeðferð? og Námslistmeðferð og skrifmyndir.