Listmeðferð Unnar

Ný útgáfa um minnisteikningu

Komin er út bókarkafli eftir Unni Óttarsdóttur sem nefnist „Minnisteikning fyrir börn sem hafa upplifað áföll og/eða álag og eiga við sértæka násmörðuleika að stríða“ (e. „Memory Drawing for Children who have Experienced Stress and/or Trauma and have Specific Learning Difficulties”) í bók sem gefin var út hjá Routledge og nefnist „Memory Shaping Connections in the Arts Therapies“. Ritstjórar bókarinnar eru Marián Cao, Richard Hougham, Sarah Scoble.

„Í kaflanum er gerð grein fyrir minnisteikningu og eiginleikum hennar. Minnisteikning var rannsökuð í tengslum við úrvinnslu tilfinninga, sem stafa af álagi og/eða áföllum, um leið og námsefni er lagt á minnið með slíkri teikningu. Markmið rannsóknarinnar var að þróa, rannsaka og prófa meðferðaraðferð sem eykur tilfinningalega velferð og auðveldar nám barna sem hafa upplifað álag og/eða hafa orðið fyrir áföllum og eiga við sértæka námsörðugleika að etja, svo sem í lestri, stafsetningu, málfræði eða stærðfræði, sem og við að leggja námsefni á minnið. Til þátttöku í tilviksrannsókninni voru valin fimm börn, sem höfðu upplifað álag og/eða orðið fyrir áföllum og áttu við sértæka námsörðugleika að stríða. Rannsóknaraðferð grundaðrar kenningar var beitt til að móta frumkenningu um námslistmeðferðina sem þróuð var, en minnisteikning er liður í námslistmeðferð. Myndir teiknaðar af einu barnanna sem tóku þátt í tilviksrannsókninni sýna hvernig mögulegt er að vinna úr viðkvæmum tilfinningum tengdum minningum um álag og/eða áföll með minnisteikningu og leggja námsefni um leið á minnið. Vísbendingar fundust um að einstök samþætting meðferðar og náms með minnisteikningu í námslistmeðferð geti stuðlað að úrvinnslu tilfinninga og utanumhaldi þeirra og einnig að því að leggja námsefni á minnið. Niðurstöður rannsóknarinnar gagnast listmeðferðarfræðingum í skólum sem vilja innleiða minnisteikningu í starf sitt“. (Óttarsdóttir, 2024, bls. 119)

Óttarsdóttir, U. G. 2024 Memory Drawing for Children who have Experienced Stress and/or Trauma and have Specific Learning Difficulties. Í: M. Cao, R. Hougham and S. Scoble (Ritstj.) Memory: Shaping Connections in the Arts Therapies (bls. 118-141). Oxfordshire: Routledge.

Ný útgáfa um minnisteikningu
Höfundaréttur © 2025 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram