Showing all 4 results
Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð. Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að […]
Námskeið haldið á Ítalíu
Unnur Óttarsdóttir mun kenna námskeiðið hjá Art Therapy Italiana í Mílanó á Ítalíu. Námskeiðið er ætlað fyrir listmeðferðarfræðinga sem vinna í skólum. Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: formazione.avanzata@arttherapyit.org og í síma: +39 (0)51 644 04 51. Hámarks fjöldi þátttakenda er 15.
Tímasetning:
6. og 7. maí 2023 kl 11.00 - 18.00.
Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn […]
Vinnusmiðjan er framhald af Grunnfyrirlestri II: Námslistmeðferð og skrifmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum í listmeðferð eða á […]