Listmeðferð Unnar

Rannsóknaraðferðafræði – fyrirlestur II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir

Grundaðrar kenningar

Í fyrirlestrinum er fjallað um skapandi aðferðir listmeðferðar sem beitt er í tengslum við rannsóknir. Einnig er farið yfir aðferðafræði grundaðrar kenningar sem beitt var til að greina gögn í listmeðferðarrannsókninni.

Markmið rannsóknarinnar var að hanna, rannsaka og prófa meðferðaraðferð sem auðveldar nám og eykur tilfinningalega vellíðan hópsins sem valinn var til þátttöku í rannsókninni. Í gegnum rannsóknina myndaðist meðferðaraðferð sem nefnist „námslistmeðferð“.

Sköpun er óaðskiljanlegur þáttur bæði listmeðferðarferilsins og aðferða grundaðrar kenningar. Teiknaðar skýringarmyndir sem eru hluti af aðferð grundaðrar kenningar eru sjónræn framsetning sem dregur upp mynd af hugmyndum í formi línurita, skýringarmynda og teiknaðra mynda. Í fyrirlestrinum er fjallað um teiknaðar skýringarmyndir í tengslum við listmeðferðarrannsóknina. Örvar, ferhyrningar, hringir, tengingarlínur, orð og myndir eru teiknaðar í skýringarmyndunum sem gera ósýnilegt efni og samhengi sýnilegt. Teikning skýringarmynda örvar skapandi og óhlutbundna hugsun, sem og hugmyndaauðgi. Í fyrirlestrinum er einnig fjallað um myndir sem beitt er til þess að dýpka skilning á hugmyndum og fyrirbærum og til að vinna úr tilfinningum. Rannsóknir krefjast þolgæði hvað varðar að dvelja í óvissu og teiknuðu skýringarmyndirnar geta skapað rými þar sem auðveldara getur reynst að höndla óvissuna.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram