Listmeðferð Unnar

Viðbótargrunnnámskeið í listmeðferð

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun?

59.500 kr.

Skráning fer fram með tölvupósti á unnur@unnurarttherapy.is

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð sem hafa áður verið á listmeðferðarnámskeiði hjá Unni Óttarsdóttur, þar með töldum einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir að öðlast aukinn skilning á listsköpun með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska skjólstæðinga sinna og nemenda.

Forkröfur

Nemendur þurfa að hafa lokið grunnnámskeiði/inngangsnámskeiði hjá Unni Óttarsdóttir. Nemendur sem hafa áður verið á námskeiði hjá Unni fyrir 2024 þurfa að ljúka viðbótargrunnnámskeiði í listmeðferð til að geta skráð sig á framhaldsnámskeið sem hefst í janúar 2022 við Símenntun Háskólans á Akureyri.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, verkefnavinnu, umræður og vinnustofur þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Markmið námskeiðsins er að:

  • Kynna grunnaðferðir og hugmyndir listmeðferðar.
  • Kynna myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, stuðla að tengslum og bæta líðan.
  • Auka skilning á hvernig vandi, tilfinningar, hugsanir og aðstæður eru tjáðar í myndverkum.
  • Þátttakendur kynnist sjálfum sér í gegnum eigið myndmál.
  • Auka þekkingu á því hvernig mögulegt er að mynda tengsl með listsköpun.
  • Auka þekkingu á því hvernig mögulegt er að efla minni og styrkja námsfærni með listsköpun.

Tímasetningar

Fös. 24. október 13:00-18:00
Lau. 29. nóvember 10:00-17:00

Skráning og gjald

Skráning fer fram með tölvupósti á unnur@unnurarttherapy.is og með millifærslu á eftirfarandi reikning:

0111-26-84867
Kt. 270862.2179

Námskeiðsgjald er kr 59.500.-.

Fyrirhugað nám í listmeðferð

Unnið er að því að koma á fót diplómanámi í listmeðferð sem miðað er við að verði viðurkennt af Félagi listmeðferðarfræðinga á Íslandi og að það veiti réttindi til að starfa við listmeðferð. Viðbótargrunnnámskeið mun verða metið upp í fyrirhugaða námsleið.

Höfundaréttur © 2025 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram