Unni var boðið í viðtal í Ríkisútvarpinu (RÚV) hjá Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttur og Rúnari Róbertssyni í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hún fór yfir rannsókn sína á minni og teikningu. Í viðtalinu kemur fram að Gunnhildur notar teikningu til að muna og því virtist hún skilja vel út frá persónulegri reynslu hvernig aðferðin virkar. Það var mikilvægt að fá tækifæri til að ræða um minnisteiknirannsóknina við Gunnhildi og Rúnar og að koma efninu á framfæri við hlustendur.
Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna í grein sem kom út hjá Education Siences og í bókarkafla sem kom út hjá Routledge.
Hægt er að hlusta á viðtalið á vef RÚV – og hefst það á mínútu 00:29:56.