Unni Óttarsdóttur var boðið í viðtal hjá Gunnari Hanssyni í Sumarmálum í Ríkisútvarpinu (RÚV) þar sem þau töuðu um minnisteiknirannsóknir hennar. Sagði Unnur frá rannsókn með 134 börnum sem mundu að jafnaði 5 sinnum fleiri teiknuð orð en skrifuð 9 vikum eftir að þau lögðu þau á minnið. Í rannsókn þar sem 262 fullorðnir einstaklingar og börnin 134 tóku þátt, bar hún saman minni á teiknuðum og skrifuðum orðum fyrir einstaklinga með mismunandi getu til að muna skrifuð orð. Rannsóknin gaf til kynna að einstaklingar með gott minni muna enn betur til langs tíma með því að teikna og að einstaklingar sem eiga erfitt með að muna skrifuð orð eiga miklu betra með að muna orðin, bæði til skammri og lengri tíma, með því að teikna merkingu þeirra. Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna í grein sem kom út hjá Education Siences og í bókarkafla sem kom út hjá Routledge.