Listmeðferð Unnar
Myndlistarsýninguna

Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason).

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl. 14.00-17.00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni er fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið og óyrt minni getur verið. Margbreytileiki minnisins er yrkisefni sýningarinnar, svo sem tilfinningaminni, reynsluminni, staðsetningarminni, lyktarminni, sjónrænt minni, skynminni, orðaminni, óljóst minni, óminni og gleymska. Með málverkum, ljósmyndum, vídeói og prentverki er ljósi beint að eðli minnisins og hve órætt það getur verið. Tilfinningaminni flæðir í litum og formum. Ljósmyndir geyma minningar og segja sögur. Lífssaga er sögð í listaverkunum.

Á sýningartímanum verður boðið upp á fríar vinnustofur þar sem unnið verður með minni og minningar með því að skoða listaverk, gera minnisæfingar, fræðast, taka þátt í listsköpun og með samtali.

Vinnustofur fara fram 18., 29. og 21. janúar kl. 19.00-22.00. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri vinnustofu eru 6 einstaklingar. Vinsamlega skráið ykkur hér: https://forms.gle/enx5FGqKVa4V4zGW9

Gestir eru minntir á að fylgja gildandi sóttvarnareglum. Handspritt er við innganginn, gestir þurfa að vera með grímur og virða tveggja metra regluna eins og kostur er.

Sýningin stendur yfir til 24. janúar og opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl.14.00-17.00.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram