Listmeðferð Unnar

Fjarfyrirlestrar um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga, 18. apríl 2020

Fjarfyrirlestrar um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fjarfyrirlestrana „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu”. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur eftir því sem best er vitað ekki verið gerð áður í heiminum.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.

Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu” sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Dagsetningar og tími fjarfyrirlestranna (London tími): 

  • laugardagur, 18. apríl 2020, kl 13:00
  • laugardagur, 18. apríl 2020, kl 01:00
Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram