Listmeðferð Unnar

Rannsóknaraðferðarfræði – vinnusmiðja: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir

Vinnusmiðjan er framhald af Rannsóknaraðferðafræði, fyrirlestri II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni, sem veitir tækifæri til að öðlast reynslubrot af þeim möguleikum sem listsköpun veitir í þágu rannsókna. Þátttakendur beita sjálfsprottinni og frjálsri listsköpun í tengslum við rannsóknaráhuga og rannsónarverkefni sín til þess að gera ósýnilegt efni og samhengi sýnilegt, og til að auka þol gangvart óvissu og örva skapandi hugsun ásamt því að finna lausnir á rannsóknarverkefnunum. Þetta felur meðal annars í sér teiknaðar örvar, ferhyrningi, hringi, tengingarlínur, orð og myndir í tengslum við rannsóknaráhuga og rannsóknarverkefni. Hvorki er þörf á fyrri reynslu né þekkingu af listsköpun. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi sótt Rannsóknaraðferðafræði, fyrirlestur II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir.

Rannsóknaraðferðarfræði vinnusmiðja

Vinnusmiðjan áður haldin

2014 Grunduð kenning: Rannsókn í listmeðferð og teiknaðar skýringarmyndir. Vinnusmiðja fyrir nemendur í listmeðferð. University of Hertfordshire, Englandi.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram