


Námskeið - Minnissmiðja
Langar þig að vinna með og lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt?
Námskeið - Inngangur að listmeðferð
Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun?
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla
Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð alls staðar frá í heiminum.
Listsköpun og samvinna: Leiðir að virkni og velferð
ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir Fjallað verður m.a. um nýja námsbraut í opinni útsendingu á netinu 16. mars kl. 12:00. Aðgangur að viðburðinum er frír og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn. Linkur á upplýsingar á vef ReyjkavíkurAkademínnar…
Námskeið – Minnissmiðja
Langar þig að vinna með og lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt?…
Námskeið – Inngangur að listmeðferð
Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun? Fyrir…
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar…
Námskeið – Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum
Námskeið – Listmeðferð og minnisteikning: Vinna með börnum í skólum Námskeið haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021. Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum alls staðar frá í heiminum. Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying…
Myndlistarsýning og vinnustofa um Minni
Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason). Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl.…
Námskeið og fyrirlestrar
Inngangur að listmeðferð fyrir starfsfólk skóla
Fjarnámskeið á ensku
Leiðbeinandi: Dr. Unnur Óttarsdottir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetningar: Tímasetning auglýst síðar.
Inngangur að listmeðferð fyrir meðferðaraðila
Fjarnámskeið á ensku
Leiðbeinandi: Dr. Unnur Óttarsdottir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetningar: Tímasetning auglýst síðar.
Minnisteikning felld inn í listmeðferð
Fjarnámskeið á ensku
Leiðbeinandi: Dr. Unnur Óttarsdottir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetningar: Tímasetning auglýst síðar.
Listmeðferð og nám
Námskeið hjá Art Therapy Italiana í Mílanó á Ítalíu. Fyrir listmeðferðarfræðinga sem vinna í skólum.
Leiðbeinandi: Dr. Unnur Óttarsdottir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetningar: Tímasetning auglýst síðar.
Fyrirlestur um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga
Fyrirlesari: Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetning: Tímasetning auglýst síðar.
Staðsetning: ReykjavíkurAkademían, Þórunnartún 2, 105 Reykjavík
Fyrirlestur um minnisteikningu og úrvinnslu tilfinninga í London
Dagsetning: Tímasetning auglýst síðar.
Staðsetning: Lift Hub, 45 White Lion Street, London N1 9PW
Inngangur að listmeðferð
Námskeið: í Listmeðferð Unnar í Reykjavík
Leiðbeinandi: Dr. Unnur Óttarsdottir, listmeðferðarfræðingur
Dagsetningar: Tímasetning auglýst síðar.
Fjarfyrirlestrar

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fjarfyrirlestrana „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu”. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknunarrannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.
Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur eftir því sem best er vitað ekki verið gerð áður í heiminum.
Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.
Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu” sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.
Ummæli
„Ég var mjög uppnumin eftir fjarfyrirlestur Unnar um listmeðferð og hennar frásögn af sínum rannsóknum, mér fannst áhrifaríkt og merkilegt að gera tilraunina sem við tókum þátt í meðan á fyrirlestrinum stóð og niðurstöðurnar hjá mér sjálfri komu mér vægast sagt á óvart. Þar sem fyrirlesturinn er tveir klukkutímar fannst mér mjög gott að fá 10 mínútna pásuna sem Unnur gaf okkur eftir klukkutíma og losar hún mann við allt stress um að missa af einhverju ef maður þarf að hlaupa á snyrtinguna eða bara fá sér kaffibolla. Kærar þakkir Unnur fyrir fróðleikinn og góða stund.“
Björg Stefánsdóttir nemandi í safnafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Dagsetningar og tími fjarfyrirlestranna:
- Tímasetning auglýst síðar.
Fjarfyrirlestrarnir fara fram og ensku eru þeir opnir og fríir fyrir alla áhugasama um málefnið. Vinsamlegast skráið ykkur hér: