Listmeðferð Unnar

Vinnusmiðjan er framhald af Rannsóknaraðferðafræði, fyrirlestri II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni, sem veitir tækifæri til að öðlast reynslubrot af þeim möguleikum sem listsköpun veitir í þágu rannsókna. Þátttakendur beita sjálfsprottinni og frjálsri listsköpun í tengslum við rannsóknaráhuga og rannsónarverkefni sín til þess að gera ósýnilegt efni og samhengi sýnilegt, og til að auka þol gangvart óvissu og örva skapandi hugsun ásamt því að finna lausnir á rannsóknarverkefnunum. Þetta felur meðal annars í sér teiknaðar örvar, ferhyrningi, hringi, tengingarlínur, orð og myndir í tengslum við rannsóknaráhuga og rannsóknarverkefni. Hvorki er þörf á fyrri reynslu né þekkingu af listsköpun. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi sótt Rannsóknaraðferðafræði, fyrirlestur II: Listmeðferðarrannsóknir, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir.

Rannsóknaraðferðarfræði vinnusmiðja

Vinnusmiðjan áður haldin

2014 Grunduð kenning: Rannsókn í listmeðferð og teiknaðar skýringarmyndir. Vinnusmiðja fyrir nemendur í listmeðferð. University of Hertfordshire, Englandi.

Endurheimta námsfærni með skrifmyndum

Í fyrirlestrinum er fjallað um:

Fyrirlestur áður fluttur

2014 Nú er námsfærni endurheimt með skrifmyndum. H-21 Hugmyndir 21. aldarinnar. Málþing ReykjavíkurAkademíunnar. Sótt á: https://vimeo.com/143387243.

Myndlistar og rannsókna samband

Í erindinu er fjallað um hvernig óhlutbundin hugsun, eins og sú sem fer fram við sköpun myndlistar, getur nært og frjóvgað störf rannsakenda og fræðimanna. Fjallað er um sameiginlega eiginleika fræðimanna og listamanna þegar sköpuð er ný þekking, verk eða kenning. Myndlist byggist oft og iðulega á rannsóknum og óskipulögðum athugunum á viðfangsefninu sem fela í sér til dæmis skissugerð. Myndlistaverkin geta verið ný þekking byggð á þess konar rannsóknum. Í erindinu er fjallað um samband myndlistar og rannsókna í tengslum við samvinnulistaverk.

Fyrirlestur áður fluttur

2013 Frjó fræðimennska – fræðileg myndlist. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um tengsl listsköpunar og rannsókna: Hugarflug, Reykjavík.

Grundaðrar kenningar

Í fyrirlestrinum er fjallað um skapandi aðferðir listmeðferðar sem beitt er í tengslum við rannsóknir. Einnig er farið yfir aðferðafræði grundaðrar kenningar sem beitt var til að greina gögn í listmeðferðarrannsókninni.

Markmið rannsóknarinnar var að hanna, rannsaka og prófa meðferðaraðferð sem auðveldar nám og eykur tilfinningalega vellíðan hópsins sem valinn var til þátttöku í rannsókninni. Í gegnum rannsóknina myndaðist meðferðaraðferð sem nefnist „námslistmeðferð“.

Sköpun er óaðskiljanlegur þáttur bæði listmeðferðarferilsins og aðferða grundaðrar kenningar. Teiknaðar skýringarmyndir sem eru hluti af aðferð grundaðrar kenningar eru sjónræn framsetning sem dregur upp mynd af hugmyndum í formi línurita, skýringarmynda og teiknaðra mynda. Í fyrirlestrinum er fjallað um teiknaðar skýringarmyndir í tengslum við listmeðferðarrannsóknina. Örvar, ferhyrningar, hringir, tengingarlínur, orð og myndir eru teiknaðar í skýringarmyndunum sem gera ósýnilegt efni og samhengi sýnilegt. Teikning skýringarmynda örvar skapandi og óhlutbundna hugsun, sem og hugmyndaauðgi. Í fyrirlestrinum er einnig fjallað um myndir sem beitt er til þess að dýpka skilning á hugmyndum og fyrirbærum og til að vinna úr tilfinningum. Rannsóknir krefjast þolgæði hvað varðar að dvelja í óvissu og teiknuðu skýringarmyndirnar geta skapað rými þar sem auðveldara getur reynst að höndla óvissuna.

Grunduð kenning með teiknuðum skýringarmyndum

Í erindinu er fjallað um grundaða kenningu með áherslu á teiknaðar skýringarmyndir sem eru áþreifanlegar myndir af hugmyndum í formi korta, línurita eða teiknaðra mynda. Skýringarmyndir líkjast minnisblöðum en í stað þess að vera skrifaður texti eru þær myndræn framsetning á áþekku hugsunarferli. Markmiðið með skýringarmyndunum er að dýpka skilning á fyrirbærum, móta hugtök og gera lýsingu óhlutbundna ásamt því að sjá samhengi mismunandi fyrirbæra, flokka og hugtaka. Með notkun blýants, penna og/eða lita við gerð skýringarmynda, sem meðal annars eru byggðar á orðum, örvum, ferhyrningum, hringum og tengingarlínum, örvast hugarflug og innsæi. Í erindinu eru tekin dæmi úr listmeðferðarrannsókn, þar sem teiknaðar skýringarmyndir voru notaðar. Skýringarmyndir geta lyft viðfangsefninu á óhlutbundið svið sem auðveldar kenningasmíð. Rýmið sem verður til í teiknuðum skýringarmyndum örvar skapandi hugsun þar sem nýtt samhengi er uppgötvað og nýjar tengingar koma í ljós.

Fyrirlestur áður fluttur

2012 Grunduð kenning með teiknuðum skýringarmyndum. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um tengsl listsköpunar og rannsókna: Hugarflug, Reykjavík.

2010 Grunduð kenning sem rannsóknaraðferð. Fyrirlestur fluttur á fjórða samræðuþingi um eigindlegar rannsóknir við Háskólann á Akureyri, Akureyri.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram