Listmeðferð Unnar
Námskeið - Minnissmiðja

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu áfram og skapa nýjar eftirminnilegar minningar í núinu.

Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í gegnum listsköpun, skrif, munnlega tjáningu og samtal. Tækifæri gefst til að vinna með tilfinningar tengdum liðnum atvikum.  Umfjöllun um minningar liðins tíma getur aukið sátt við fortíðina.

Mögulegt er að vinna með tilfinningar tengdum gleymdum atvikum og í sumum tilfellum getur það  hjálpað við að muna. Þegar hlustað er á aðra segja frá minningum þá getur rifjast upp eigin reynsla.

Óunnar og ótengdar tilfinningar og minningar geta valdið því að einstaklingurinn endurskapar líf sitt á óæskilegan hátt í takt við atburði og minningar sem heyra fortíðinni til. Með því að komast í snertingu við og vinna úr tilfinningum og minningum gefst tækifæri til að skapa líf sem byggist á eigin vilja en ekki endurtekningum fortíðarinnar. Á námskeiðinu verða rifjaðar upp og unnið með góðar og slæmar minningar og allt þar á milli sem getur aukið vellíðan, styrk og sátt við lífshlaupið.

Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um minnið og minningar.

Námskeiðið fer fram í Listmeðferð Unnar, Síðumúla 34, 3. hæð. Tímasetning námskeiðs tilkynnt síðar.

Námskeiðisgjald er: kr. 69.000.-

Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning

Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í
listmeðferð alls staðar frá í heiminum.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í listmeðferð.

Tímasetningar:

11. nóvember kl 11.00 - 14.00
25. nóvember kl 11.00 - 14.00
9. desember kl 11.00 - 14.00
6. janúar kl 11.00 - 14.00
20. janúar kl 11.00 - 14.00
3. febrúar kl 11.00 - 14.00

Listmeðferð og minnisteikning

Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð.

Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að minnisteikning hjálpar til við að muna til lengri tíma, auk eigindlegrar tilviksrannsóknar sem sýnir hvernig minnisteikning getur í senn auðveldað nám og úrvinnslu tilfinninga. Fylgja þarf ákveðnum reglum við beitingu minnisteikninga og veittar eru ráðleggingar fyrir fagfólk sem starfar innan menntastofnana, þar á meðal listmeðferðarfræðinga sem starfa í námsumhverfi, þar sem meðferð og nám er samþætt í slíkri minnisteikningu.

Í gegnum listsköpun, að deila með öðrum, samræður og fyrirlestra öðlast þátttakendur þekkingu á grunnatriðum aðferða við og kenninga um minnisteikningu. Slík teikning auðveldar einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem tengjast námi þeirra. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir vann sýndi að þegar horft er til lengri tíma er að jafnaði fimmfalt auðveldara að muna teiknaðar myndir af orðum en skrifuð orð. Auk þess að hjálpa til við að muna auðveldar minnisteikning úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar lífsreynslu á svipaðan hátt og listsköpun gerir í listmeðferð, og þetta verður útskýrt á námskeiðinu.

Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð all staðar frá í heiminum.

Námskeið áður haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021.

Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram