Listmeðferð Unnar

Frábær vika í Vilníus að baki þar sem ég sótti ráðstefnuna “MINNI: mótun tengsla í listmeðferðum“. Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnunni, eins og hvernig konur til dæmis í Afríku sem hafa verið beittar ofbeldi, koma saman til að sauma út og segja sögurnar sínar sem valdeflir þær svo þær geta færst frá því að vera fórnarlömb til þess að halda áfram lífi sínu og taka þátt í samfélaginu (leiðbeinandi: Tally Tripp frá USA). Ég flutti fyrirlesturinn „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ þar sem ég fjallaði um hvernig börn geta tjáð djúpstæðar og erfiðar minningar í gegnum teikningar og eins hversu gífurlega áhrifaríkt er að teikna til að muna.

Vilníus er falleg borg, fólkið vinalegt og maturinn góður. Ánægjulegt var að vera þar í liðinni viku með um 200 listameðferðafræðingum víðs vegar frá heiminum.

Facebook

Með þakklæti og trega tilkynni ég að minn kæri kennari, handleiðari og leiðbeinandi dr. Arthur Robbins er fallinn frá. Art var einn af frumkvöðlum listmeðferðar og starfaði hann sem prófessor við Pratt Institute þar sem ég lauk meistaranámi í listmeðferð. Í yfir 30 ár gegndi hann mikilvægu hlutverki í námi mínu, listmeðferðarstarfi, rannsóknarstörfum og úrvinnslu tilfinninga. Leiðbeindi hann mér við doktorsritgerð mína þar sem send voru óteljandi föx með teikningum og texta frá Reykjavík og London til New York. Las hann þolinmóður textann fyrir mig, skoðaði teikningarnar, kom með athugasemdir og ræddum við bæði rökrænu- og tilfinningaþættina. Art var hlýr, velviljaður, greindur, vel lesin og hafði djúpt innsæi í sálarlíf og táknræna listsköpun hverrar manneskju. Brún augu hans sáu lengra en augnatillit flestra og hafði hann einstakt lag á að skilja djúpa munnlegra og táknræna merkingu í tjáningu fólks. Margt af kennslu Arts lifir enn með mér og mun alltaf gera s.s. mikilvægi speglunarinnar í meðferðinni. Eins hvernig möglulegt er að mynda tengingu við einstaklinga sem hafa farið á mis við önnur traust tengsl. Einnig að viljinn til að bæta fyrir mistök í samböndum sé eitt af grunnstoðurm mannlegra tengsla. Að auki að andi þeirra sem við umgöngumst lifir innra með okkur þá svo að tengingin sér rofin af einhverjum orsökum eins og hún gerir nú þegar Art er ekki lengur með okkur hér á jörðu. Ég er full af þakklæti fyrir tengslin og samskiptin við Art og þá visku sem hann færði mér í gegnum árin í ýmsu samhengi. Art skrifaði fjölda rita um meðferð og lifir andi hans í orðum bóka hans sem við sem eftir sitjum erfum. Kærar þakkir Art fyrir allt sem þú gafst mér og okkur hinum með tilveru þinni. Innilegar samúðar kveðjur til yndislegrar konu þinnar Sandy, barna ykkar og barnabarna. Hvíl í friði.

listsköpunogsamvinna

ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir

Fjallað verður m.a. um nýja námsbraut í opinni útsendingu á netinu 16. mars kl. 12:00. Aðgangur að viðburðinum er frír og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn.

Linkur á upplýsingar á vef ReyjkavíkurAkademínnar sem stendur fyrir viðburðaröðinni.

Listaháskóli Íslands lauk sumarið 2021 Erasmus+ verkefninu SWAIP (e. Social inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices) sem unnið var í samvinnu við sex aðrar háskólastofnanir í Evrópu. Afraksturinn er ný námslína á meistarastigi við listkennsludeild LHÍ sen áætlað að hefjist haustið 2023. Námið er sniðið að listamönnum, listkennurum og heilbrigðisstarfsfólki með bakgrunn í listum

Í stýrihóp verkefnisins voru dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar, dr. Halldóra Arnardóttir og dr. Unnur Óttarsdóttir. Halldóra er listfræðingur og verkefnastjóri verkefnisins: Listir og menning sem meðferð. Halldóra hefur stýrt fjölmörgum verkefnum þar sem unnið er með listir og menningu með það að markmiði að efla lífsgæði Alzheimersjúklinga. Unnur sem er listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona hefur starfað sem meðferðafræðingur og rannsakandi á því sviði í ReykjavíkurAkademíunni, jafnframt því að stunda myndlist. Rannsóknir Unnar hafa einkum beinst að notkun teikninga til úrvinnslu minninga og til að leggja á minnið.

Í málstofunni verður SWAIP námsbrautin kynnt og þær Unnur og Halldóra kynna aðferðir sínar og rannsóknir sem m.a. lágu til grundvallar hugmyndafræði námsbrautarinnar.

Þá talar tónlistarkonan Sigrún Sævarsdóttir Griffiths sem starfrækir fyrirtækið Metamorphonics þar sem aðferðir skapandi tónlistarsamvinnu eru notaðar til að valdefla jafnt faglært sem ófaglært tónlistarfólk víða um heim.

DAGSKRÁ

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, tónlistarkona og kennari við Guildhall School of Music and Drama og LHÍ:
Máttur tónlistar til að tengja og efla.

Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og verkefnastjóri:
Listir og menning sem hugarefling við Alzheimersjúkdómnum.

Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona:
Samteikning og minnisrannsóknir í ljósi listmeðferðar.

Dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ:
Listir og inngilding: Ný námslína.

Gestgjafi: Magnea Tómasdóttir, söngkona og stundakennari við LHÍ.

Viðburðurinn er hluti af samstarfsverkefninu ÖLLUM TIL HEILLA sem haldin er af ReykjavíkurAkademíunni í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra. Viðburðaröðinni er ætlað er að vekja athygli á áhrifamætti samfélags- og þátttökulista við valdeflingu og inngildingu.

Nánar um ÖLLUM TIL HEILLA og SWAIP

Á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar:
https://www.akademia.is/ollum/
https://www.akademia.is/fyrirlesari/swaip/

Á heimasíðu Listaháskóla Íslands:
https://www.lhi.is/.../ollum-til-heilla-listskopun-og...
https://swaipproject.lhi.is/

Gagnagrunnsvefsíða: http://swaip.lhi.is/

unnur minnisteikning

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu áfram og skapa nýjar eftirminnilegar minningar í núinu.

Á Minnissmiðjunni er þátttakendum gefin kostur á að tjá og fjalla um minningar sínar í gegnum listsköpun, skrif, munnlega tjáningu og samtal. Tækifæri gefst til að vinna með tilfinningar tengdum liðnum atvikum.  Umfjöllun um minningar liðins tíma getur aukið sátt við fortíðina.

Mögulegt er að vinna með tilfinningar tengdum gleymdum atvikum og í sumum tilfellum getur það  hjálpað við að muna. Þegar hlustað er á aðra segja frá minningum þá getur rifjast upp eigin reynsla.

Óunnar og ótengdar tilfinningar og minningar geta valdið því að einstaklingurinn endurskapar líf sitt á óæskilegan hátt í takt við atburði og minningar sem heyra fortíðinni til. Með því að komast í snertingu við og vinna úr tilfinningum og minningum gefst tækifæri til að skapa líf sem byggist á eigin vilja en ekki endurtekningum fortíðarinnar. Á námskeiðinu verða rifjaðar upp og unnið með góðar og slæmar minningar og allt þar á milli sem getur aukið vellíðan, styrk og sátt við lífshlaupið.

Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um minnið og minningar.

Námskeiðið fer fram á miðvikudögum kl 19.00 - 22.00 dagana 2., 9., 16., 23., og 30. nóvember og 7. desember í Listmeðferð Unnar, Síðumúla 34, 3. hæð.

Námskeiðisgjald er: kr. 69.000.-

Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í
listmeðferð alls staðar frá í heiminum.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í listmeðferð.

Tímasetningar:

5. nóvember kl 11.00 - 14.00
19. nóvember kl 11.00 - 14.00
3. desember kl 11.00 - 14.00
14. janúar kl 11.00 - 14.00
28. janúar kl 11.00 - 14.00
11. febrúar kl 11.00 - 14.00

Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð.

Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að minnisteikning hjálpar til við að muna til lengri tíma, auk eigindlegrar tilviksrannsóknar sem sýnir hvernig minnisteikning getur í senn auðveldað nám og úrvinnslu tilfinninga. Fylgja þarf ákveðnum reglum við beitingu minnisteikninga og veittar eru ráðleggingar fyrir fagfólk sem starfar innan menntastofnana, þar á meðal listmeðferðarfræðinga sem starfa í námsumhverfi, þar sem meðferð og nám er samþætt í slíkri minnisteikningu.

Í gegnum listsköpun, að deila með öðrum, samræður og fyrirlestra öðlast þátttakendur þekkingu á grunnatriðum aðferða við og kenninga um minnisteikningu. Slík teikning auðveldar einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem tengjast námi þeirra. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir vann sýndi að þegar horft er til lengri tíma er að jafnaði fimmfalt auðveldara að muna teiknaðar myndir af orðum en skrifuð orð. Auk þess að hjálpa til við að muna auðveldar minnisteikning úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar lífsreynslu á svipaðan hátt og listsköpun gerir í listmeðferð, og þetta verður útskýrt á námskeiðinu.

Námskeið haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021. Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð all staðar frá í heiminum.

Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.

Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. (Ljósmynd Óttar Yngvason).

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl. 14.00-17.00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni er fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið og óyrt minni getur verið. Margbreytileiki minnisins er yrkisefni sýningarinnar, svo sem tilfinningaminni, reynsluminni, staðsetningarminni, lyktarminni, sjónrænt minni, skynminni, orðaminni, óljóst minni, óminni og gleymska. Með málverkum, ljósmyndum, vídeói og prentverki er ljósi beint að eðli minnisins og hve órætt það getur verið. Tilfinningaminni flæðir í litum og formum. Ljósmyndir geyma minningar og segja sögur. Lífssaga er sögð í listaverkunum.

Á sýningartímanum verður boðið upp á fríar vinnustofur þar sem unnið verður með minni og minningar með því að skoða listaverk, gera minnisæfingar, fræðast, taka þátt í listsköpun og með samtali.

Vinnustofur fara fram 18., 29. og 21. janúar kl. 19.00-22.00. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri vinnustofu eru 6 einstaklingar. Vinsamlega skráið ykkur hér: https://forms.gle/enx5FGqKVa4V4zGW9

Gestir eru minntir á að fylgja gildandi sóttvarnareglum. Handspritt er við innganginn, gestir þurfa að vera með grímur og virða tveggja metra regluna eins og kostur er.

Sýningin stendur yfir til 24. janúar og opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl.14.00-17.00.

Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Viltu skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk og bæta líðan með myndsköpun? Langar þig að auka skilning þinn og þekkingu á myndmáli?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð, þar með töldum einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir að öðlast aukinn skilning á listsköpun með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska skjólstæðinga og/eða nemenda sinna.

Innihald námskeiðs

Á námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, verkefnavinnu, umræður og vinnustofu þar sem þátttakendur taka þátt í sköpunarferli og upplifa þá möguleika sem það býður upp á. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur þekki til myndlistar eða hafi reynslu af listsköpun.

Markmið námskeiðsins er að:

Tímasetningar

Fös.. 7. október 16:00-19:00
Lau. 8. október 11:00-16:00
Fös. 21. október 16:00-19:00
Lau. 22. október 11:00-16:00

Nánari upplýsingar

Námskeiðið er haldið í Listmeðferð Unnar og við Símenntun Háskólans á Akureyri. Einnig er boðið uppá fjarnámskeið í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netföngin unnur@unnurarttherapy.is eða simenntunha@simenntunha.is til að fá frekari upplýsingar.

Grunnnámskeið I

Ummæli

Ásta Þórisdóttir, grunnskóla- og myndmenntakennari, lauk Grunnnámskeið I – Hvað er listmeðferð? fyrir 16 árum. Hún segir:

„Þekkingin frá námskeiðinu hefur nýst mér vel í gegnum tíðina í vinnu minni með börnum og unglingum og gerir enn. Ég lærði að skilja að það væri undirliggjandi mikilvæg tjáning í myndverkum barnanna og unglinganna sem ég vinn með. Fræðslan og reynslan af námskeiðinu hefur nýst mér vel til að skilja alls konar merkja- og táknmál í myndverkum.

Skilningurinn á myndverkunum hefur í sumum tilfellum opnað umræðu sem ég hef getað miðlað til annars fagfólks. Ég hef til dæmis getað miðlað því sem börnin hafa tjáð í myndunum á teymisfundum með öðru fagfólki.

Stundum eru skýr skilaboð í myndum barnanna. Myndlistarkennari og aðrir starfsmenn eru í kjöraðstæðum til að öðlast skilning á aðstæðum og líðan einstaklinganna í gegnum myndverkin. Mér fyndist æskilegt að námskeiðið væri hluti af kennaranámi. Ég væri fyrsta manneskjan til að fara á framhaldsnámskeið í listmeðferð.“

Sonný Hilma Þorbjörnsdóttir, kennari og myndlistarmaður

„Það sem þú komst með til okkar sem á námskeiðinu voru var tækifæri til að stoppa, skoða, yfirfara og endurhugsa. Nærvera þín veitti okkur frelsi til að vera, akkúrat þarna á þeirri stundu bara vera, sem aðeins virðing gagnvart manneskjunni og trú á möguleika hennar getur veitt. Þú gafst okkur umgjörð og við féllum held ég allar inn í hana án ótta við að verða dæmdar. Það sem við lærðum um listmeðferð og innsýn inn í þann heim er ómetanlegt fyrir mig. Að veita fólki sem er tilbúið að sjá lykla að þeirri veröld stækkar möguleika okkar til að vinna úr og veita stuðning fyrir okkur sjálf og aðra. Þú ert frábær kennari, Unnur, og vonandi fæ ég tækifæri til að hitta þig aftur bráðum og upplifa og læra meira og meira og meira.“

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn: „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“  25. apríl 2020. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem samanburður var gerður á áhrifum á minni þegar innihald orða var teiknað og orð skrifuð niður. Sumir þátttakendurnir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur, eftir því sem best er vitað, ekki verið gerð áður í heiminum.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikning getur auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikni- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.

Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarrannsóknina má finna í greininni „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ sem birt var 2019 í tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine.

Fyrirlesturinn fer fram kl. 14:00 í ReykjavíkurAkademíunni þann 25. apríl 2020:

Þórunnartúni 2
105 Reykjavík
Þátttökugjald er 7.500 kr

Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugasömum um minnisteikningu.
Sætafjöldi takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig.

Webinar Italy

Unnur Óttarsdóttir mun kenna námskeiðið Listmeðferð og nám hjá Art Therapy Italiana í Mílanó á Ítalíu 16.-18. október 2020. Námskeiðið er ætlað fyrir listmeðferðarfræðinga sem vinna í skólum. Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: segreteria@arttherapyit.org og í síma: +39 (0)51 644 04 51. Hámarks fjöldi þátttakenda er 15. Tímasetning auglýst síðar.

The course is intended for art therapists working in schools. The participants will be given an opportunity to share their experiences, emotions and thoughts about working as art therapists in schools, thereby gaining perspectives and understandings about their work issues and projects.

Through art making, sharing, discussions and lectures the participants will gain knowledge about the basis of the methods and theories of Art Educational Therapy (AET). Coursework learning is integrated into art therapy in AET through art making with the aim of facilitating coursework learning and enhancing emotional well-being, and specific learning difficulties are observed in relation to emotional difficulties.

One of the concepts of AET, “writing-images”, will be reviewed, which refers to the process of drawing pictures of letters and numbers. The “writing-image stage”, which describes a phase when children experiment with drawing writing-images prior to learning to read, will be discussed. Methods of making writing-images will be introduced. Opportunities to work with writing-images in AET enables the child to reclaim the learning potential of an early developmental “writing-image” phase.

Another method of AET consists of "Memory Drawing”. Such drawing aids individuals in better memorizing various facts related to their coursework learning. A quantitative study conducted by Ottarsdottir showed that over long time periods, it is generally five times easier to recall drawn images of word content than written words. Along with aiding memory retention, memory drawing facilitates processing of emotions and difficult experiences in the same way as the art-making process functions within art therapy.

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram