Unnur flutti fyrirlesturinn „Spegil samteikning til að efla tengsl og auka velferð“ á Sjónaukanum, ráðstefnu Háskólans á Akureyri sem haldin var af Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði. Þema ráðstefnunnar var Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir. Deildi Unnur þróun og virkni spegil samteikniaðferðanna með áhugasömum áhorfendunum. Í lok fyrirlestursins teiknuðu áhorfendur og virtust þeir njóta sköpunarferlisins.
Vísindagreinin "Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design," eftir Dr. Unni Guðrúnu Óttarsdóttur kom nýverið út í tímaritinu "Education Sciences" (29. apríl 2024). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einstaklingar sem eiga erfitt með að muna orð, eiga þegar til lengri tíma litið, að jafnaði um 45 sinnum auðveldara að muna orðin með því að teikna innihald þeirra í samanburði við að skrifa þau.
Rannsókn Unnar fólst í því að biðja 134 börn og 262 fullorðna að teikna og skrifa merkingu orða og rifja þau síðan upp eftir mislangan tíma. Nýjar niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börn og fullorðnir sem eiga í erfiðleikum með að muna skrifuð orð gagnast mest að teikna til að leggja á minnið. Munurinn er svo mikill að börn í þeim hópi áttu að jafnaði um 45 sinnum auðveldara með að rifja upp teikningarnar sínar en orðin sem þau höfðu skrifað þremur vikum áður.
„Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn á minni með teikningum og skrifuðum orðum fyrir fólk sem hefur mismunandi getu til að leggja orð á minnið er framkvæmd í heiminum og eru niðurstöðurnar mjög athyglisverðar“ segir Unnur. Minnisteiknirannsókn Unnar markar því tímamót í sögu listmeðferðar og náms- og sálfræði í heiminum.
Ýtarlegar upplýsingar um minnisteiknirannsóknin má finna í grein dr. Unnar Óttarsdóttur „Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design,” sem kom út í tímaritinu “Education Science” https://www.mdpi.com/2227-7102/14/5/470/pdf.
Unnur flutti fyrirlestur um áföll og minni út frá þverfaglegu sjónarhorni á ráðstefnu sem haldin var af London Centere for Interdiciplinary Research. Hún flutti fyrirlesturinn „Memory drawing for children who have experienced stress and/or trauma and have specific learning difficulties” sem fjallaði um rannsóknir hennar á áföllum, meðferð, námi og minni. Unnur sagði frá hvernig börnin sem tóku þátt í rannsókninni unnu með tilfinningar tengdum áföllum með því að teikna um leið og þau lögðu námsefni á minnið með sömu teikningum. Barn sem tók þátt í rannsókninni þáði 34 tíma í námslistmeðferð og hækkaði greindarvísitala hans um 16 stig frá upphafi til loka meðferðarinnar. Einnig fjallaði hún um rannsókn með 134 börnum sem sýndi að börnin mundu að jafnaði fimm sinnum betur orð sem þau teiknuðu níu vikum áður í samanburði við orð sem þau skrifuðu.
Reykjavík, 22. maí 2023 - Dr. Unni Óttarsdóttur var boðið að vera aðalfyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu á Ítalíu sem tileinkuð var sköpunargáfu og skipulögð af ítalskri tilraunastofu um rannsóknir og hæfileika (LabTalento) við Háskólann í Pavia. Fyrirlesturinn var vel sóttur m.a. af sálfræðingum og kennurum sem tóku þátt í teikni- og skrifæfingu til að greina mismuninn á að muna með því að teikna annars vegar og skrifa hins vegar. Niðurstöður sýndu fram á að helmingur þátttakenda á fyrirlestrinum mundi fleiri teikningar en orð, tæplega helmingur mundi jafn mörg teiknuð orð og skrifuð. Aðeins einn þátttakandi mundi fleiri skrifuð orð en teikningar. Einnig var fjallað um hvernig minnisteikning getur aðstoðað við úrvinnslu viðkvæmra og flókinna tilfinninga tengdum áföllum.
Unnur kenndi einnig listmeðferðarfræðingum sem starfa í skólum á námskeiðinu „Listmeðferð og nám: Námslistmeðferð“ og haldið var af Art Therapy Italiana. Fjallað var um námslistmeðferð sem Unnur hefur rannsakað og þróað, þar sem listræn tjáning er notuð bæði í menntunar- og meðferðarlegum tilgangi. Aðferðin var kynnt með verklegum æfingum, umræðum, vísindagreinum og fyrirlestrum í tengslum við grunnhugtök eins og „minnisteikning“ sem auðveldar minni og úrvinnslu tilfinninga. Þátttakendur voru almennt ánægðir með kennslu Unnar og aðferðir námslistmeðferðarinnar sem felur meðal annars í sér að tengja saman tilfinningaúrvinnslu og nám barna í gegnum teikningar.
Unnur hefur stundað rannsóknir á listmeðferð, minnisteikningu og námslistmeðferð um árabil. Hún hefur birt greinar og bókarkafla um efnið, flutt fyrirlestra og kennt við háskóla hérlendis og erlendis. Unnur situr um þessar mundir í stjórn rannsóknarnefndar félags Listmeðferðarfræðinga í Evrópu (EFAT).
Grein um rannsóknir Unnar sem nefnist „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ kom út í íslenskri þýðingu hjá ATOL: Art Therapy OnLine. Rannsókn Unnar var fyrsta kerfisbundna, markvissa rannsóknin sem gerð var í heiminum á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni árið 2000, eftir því sem best er vitað. Enn í dag hefur engin önnur rannsókn verið gerð í heiminum svo vitað sé á langtímaminni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma eins og níu vikur. Í rannsókninni voru 134 þátttakendur beðnir um að teikna merkingu orða og skrifa orð niður. Þátttakendur mundu að jafnaði tvö skrifuð orð á móti fimm teikningum eftir þrjár vikur og fimm teikningar á móti einu skrifuðu orði eftir níu vikur. Til viðbótar framkvæmdi Unnur tengda rannsókn með fimm börnum sem höfðu upplifað álag eða orðið fyrir áföllum og áttu við námserfiðleika að etja. Þau teiknuðu meðal annars til að leggja námsefni á minnið. Í teikningum barnanna mátti greina vísbendingar um að þau væru að vinna úr tilfinningum sem tengdust erfiðleikum eða áföllum.
Unnur Óttarsdóttir gefur kost á viðtölum um listmeðferð, námslistmeðferð, minnisteikningu og rannsóknir hennar. Vinsamlegast hafið samband við Unni með tölvupósti á unnur@unnurarttherapy.is eða í síma 8670277, til að óska eftir viðtali.
Myndatexti, frá vinstri:
Camelia Corlatanu, læknir, listmeðferðarfræðingur, ítalskur þýðandi á námskeiðinu
Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur, kennari, myndlistamaður, rannsakandi
Mimma Della Cagnoletta, listmeðferðarfræðingur, sálgreinir, listamaður, stofnandi Art Therapy Italiana
https://www.einpresswire.com/article/642665725/global-researcher-introduces-new-therapeutic-educational-method-utilizing-art-in-italy
Það var ánægjulegt að tala við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson í Mannlega þættinum í síðustu viku. Í kynningu á þættinum kemur fram: „Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag“.
Unnur flutti fyrirlesturinn „Óyrt tengsl, tjáning og speglun með sameiginlegri endurvarps teikningu í listmeðferð og á söfnum“ á ráðstefnu í Ríga sem fjallaði um að „Vaxa saman“ og haldin var í Listaháskólanum í Lettlandi. Fjallaði fyrirlesturinn um „Endurvarps“ listaverk Unnar sem hún hefur notað bæði í listmeðferð og myndlist. Talaði hún meðal annars um hvernig sú speglun sem framkallast með verkunum stuðlar að eflingu sjálfsins og tengslum við aðra.
Frábær vika í Vilníus að baki þar sem ég sótti ráðstefnuna “MINNI: mótun tengsla í listmeðferðum“. Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnunni, eins og hvernig konur til dæmis í Afríku sem hafa verið beittar ofbeldi, koma saman til að sauma út og segja sögurnar sínar sem valdeflir þær svo þær geta færst frá því að vera fórnarlömb til þess að halda áfram lífi sínu og taka þátt í samfélaginu (leiðbeinandi: Tally Tripp frá USA). Ég flutti fyrirlesturinn „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu“ þar sem ég fjallaði um hvernig börn geta tjáð djúpstæðar og erfiðar minningar í gegnum teikningar og eins hversu gífurlega áhrifaríkt er að teikna til að muna.
Vilníus er falleg borg, fólkið vinalegt og maturinn góður. Ánægjulegt var að vera þar í liðinni viku með um 200 listameðferðafræðingum víðs vegar frá heiminum.
Í morgun flutti ég fyrirlesturinn „Listmeðferð og minnisteikning fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða og hafa orðið fyrir áföllum og/eða upplifað mikið álag“ á Landspítalaunum. Barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þátttakendurnir voru sumir á staðnum og aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Það var virkilega gefandi að tala um rannsóknir mínar og meðferðar störf við starfsfólk spítalans sem virtist skilja málefnið vel.
Einnig gafst mér tækifæri til að skoða aðstöðu listmeðferðarfræðinganna sem vinna á BUGL en þær eru Íris Ingvarsdóttir, Katín Erna Gunnarsdóttir og Carolina Kindler.
Við Rán Jónsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir opnuðum sýninguna „Litaóm“ í Grafíksalnum í dag. Fjallar sýningin um hljóð, liti og tilfinningar. Ánægjulegt var að deila verkinu mínu „Líðan í litum“ með áhorfendunum sem bættu um betur með þátttöku sinni sem fólst m.a. í því að finna og deila líðan í litum. Takk öll hjartanlega fyrir komuna og þátttökuna. Sýningin er í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, Reykjavík og stendur hún yfir til 20. ágúst. Öll hjartanlega velkomin.
Með þakklæti og trega tilkynni ég að minn kæri kennari, handleiðari og leiðbeinandi dr. Arthur Robbins er fallinn frá.
Art var einn af frumkvöðlum listmeðferðar og starfaði hann sem prófessor við Pratt Institute þar sem ég lauk meistaranámi í listmeðferð. Í yfir 30 ár gegndi hann mikilvægu hlutverki í námi mínu, listmeðferðarstarfi, rannsóknarstörfum og úrvinnslu tilfinninga. Leiðbeindi hann mér við doktorsritgerð mína þar sem send voru óteljandi föx með teikningum og texta frá Reykjavík og London til New York. Las hann þolinmóður textann fyrir mig, skoðaði teikningarnar, kom með athugasemdir og ræddum við bæði rökrænu- og tilfinningaþættina.
Art var hlýr, velviljaður, greindur, vel lesin og hafði djúpt innsæi í sálarlíf og táknræna listsköpun hverrar manneskju. Brún augu hans sáu lengra en augnatillit flestra og hafði hann einstakt lag á að skilja djúpa munnlegra og táknræna merkingu í tjáningu fólks. Margt af kennslu Arts lifir enn með mér og mun alltaf gera s.s. mikilvægi speglunarinnar í meðferðinni. Eins hvernig möglulegt er að mynda tengingu við einstaklinga sem hafa farið á mis við önnur traust tengsl. Einnig að viljinn til að bæta fyrir mistök í samböndum sé eitt af grunnstoðurm mannlegra tengsla. Að auki að andi þeirra sem við umgöngumst lifir innra með okkur þá svo að tengingin sér rofin af einhverjum orsökum eins og hún gerir nú þegar Art er ekki lengur með okkur hér á jörðu. Ég er full af þakklæti fyrir tengslin og samskiptin við Art og þá visku sem hann færði mér í gegnum árin í ýmsu samhengi. Art skrifaði fjölda rita um meðferð og lifir andi hans í orðum bóka hans sem við sem eftir sitjum erfum.
Kærar þakkir Art fyrir allt sem þú gafst mér og okkur hinum með tilveru þinni. Innilegar samúðar kveðjur til yndislegrar konu þinnar Sandy, barna ykkar og barnabarna. Hvíl í friði.