Listmeðferð Unnar

Fyrirlestrar og námskeið

Unnur kynnir nýja meðferðar - og menntunaraðferð á Ítalíu

Teikning auðveldar minni, eflir nám og stuðlar að velferð Reykjavík, 22. maí 2023 - Dr. Unni Óttarsdóttur var boðið að vera aðalfyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu á Ítalíu sem tileinkuð var sköpunargáfu og skipulögð af ítalskri tilraunastofu um rannsóknir og hæfileika (LabTalento) við Háskólann í Pavia. Fyrirlesturinn var vel sóttur m.a. af sálfræðingum og kennurum sem tóku þátt í […]

Lesa meira
Mannlegi þátturinn

Það var ánægjulegt að tala við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson í Mannlega þættinum í síðustu viku. Í kynningu á þættinum kemur fram: „Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, […]

Lesa meira
Unnur flutti fyrirlestur á ráðstefnu í Ríga um sameiginlega endurvarps teikningu

Unnur flutti fyrirlesturinn „Óyrt tengsl, tjáning og speglun með sameiginlegri endurvarps teikningu í listmeðferð og á söfnum“ á ráðstefnu í Ríga sem fjallaði um að „Vaxa saman“ og haldin var í Listaháskólanum í Lettlandi. Fjallaði fyrirlesturinn um „Endurvarps“ listaverk Unnar sem hún hefur notað bæði í listmeðferð og myndlist. Talaði hún meðal annars um hvernig […]

Lesa meira
ECArTE ráðstefna í Vilníus

Frábær vika í Vilníus að baki þar sem ég sótti ráðstefnuna “MINNI: mótun tengsla í listmeðferðum“. Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnunni, eins og hvernig konur til dæmis í Afríku sem hafa verið beittar ofbeldi, koma saman til að sauma út og segja sögurnar sínar sem valdeflir þær svo þær geta færst frá því að […]

Lesa meira
Listmeðferð og minnisteikning fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða og hafa orðið fyrir áföllum og/eða upplifað mikið álag

Í morgun flutti ég fyrirlesturinn „Listmeðferð og minnisteikning fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða og hafa orðið fyrir áföllum og/eða upplifað mikið álag“ á Landspítalaunum. Barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þátttakendurnir voru sumir á staðnum og aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Það var virkilega gefandi að tala um rannsóknir mínar og meðferðar störf […]

Lesa meira
Sýning "Litaóm"

Við Rán Jónsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir opnuðum sýninguna „Litaóm“ í Grafíksalnum í dag. Fjallar sýningin um hljóð, liti og tilfinningar. Ánægjulegt var að deila verkinu mínu „Líðan í litum“ með áhorfendunum sem bættu um betur með þátttöku sinni sem fólst m.a. í því að finna og deila líðan í litum. Takk öll hjartanlega fyrir komuna […]

Lesa meira
Dr. Arthur Robbins fallinn frá

Með þakklæti og trega tilkynni ég að minn kæri kennari, handleiðari og leiðbeinandi dr. Arthur Robbins er fallinn frá. Art var einn af frumkvöðlum listmeðferðar og starfaði hann sem prófessor við Pratt Institute þar sem ég lauk meistaranámi í listmeðferð. Í yfir 30 ár gegndi hann mikilvægu hlutverki í námi mínu, listmeðferðarstarfi, rannsóknarstörfum og úrvinnslu […]

Lesa meira
Listsköpun og samvinna: Leiðir að virkni og velferð

ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir Fjallað verður m.a. um nýja námsbraut í opinni útsendingu á netinu 16. mars kl. 12:00. Aðgangur að viðburðinum er frír og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn. Linkur á upplýsingar á vef ReyjkavíkurAkademínnar sem stendur fyrir viðburðaröðinni. Listaháskóli Íslands lauk sumarið 2021 Erasmus+ verkefninu SWAIP (e. Social inclusion […]

Lesa meira
Námskeið - Minnissmiðja

Langar þig að lifa í sátt við minningar þínar og lífsreynslu? Viltu muna atvik sem hafa gleymst? Óskar þú eftir að komast í dýpri snertingu við sjálfa þig og minningar þínar? Viltu sættast við að hafa gleymt? Úrvinnsla minninga og jafnvel sátt við að muna ekki getur leyst úr læðingi orku til að halda lífinu […]

Lesa meira
Listmeðferð, skrifmyndir og minnisteikning: Námskeið og handleiðsla

Námskeiðið fer fram á ensku og er það ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum ílistmeðferð alls staðar frá í heiminum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, handleiðslu og listsköpun. Miðlað er þekkingu um kenningar og aðferðir námslistmeðferðar sem innifelur skrifmyndir og minnisteikningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að tengja skrifmyndir og minnistekningu inn í […]

Lesa meira
Höfundaréttur © 2025 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram